Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 09:30

The Masters 2012: Handarband Bubba og Billy Payne

Vandræðalegt!

Við athöfnina hátíðlegu þegar Charl Schwartzel klæddi Bubba Watson í hinn heilaga Græna Jakka sagði Billy Payne framkvæmdastjóri Augusta National eitthvað á þessa leið: „Jæja, tilbúnir…“ og …. bandaði hendinni í átt að Charl Schwartzel, sem hélt á Græna Jakkanum.

Það lítur út eins og Bubba hafi ætlað að taka í hendina á Billy en hann bandaði í áttina að Schwartzel, þannig að Bubba óviss um hvort Billy sé að banda hendinni í átt að Charl eða ætli að heilsa sér fer öruggu leiðina og tekur í útrétta hendi Charl Schwartzel.  Sem ekki er í frásögur færandi nema af því að Billy Payne, sem gerir sér grein fyrir að Bubba ætlaði að taka í hendina á sér réttir hana snögglega aftur í átt að Bubba, sem þá er búinn að rétta Charl Schwartzel hendina.

Það sem er svo fyndið er hvernig Billy Payne „bjargar stöðunni“ með því að klóra sér í nefinu!

Sumir fréttamiðlar vestra hafa nefnt handarbandið: „The Awkward Handshake That Shook The World With Laughter.“…. sem er útúrsnúningur úr frægum orðum höfð um albatross Gene Sarazen, en albatrossinn er líklega það sem stendur upp úr á þessu 76. Mastermóti… ja nema ef vera skyldi frægt, fagurlega útfært 2. högg Bubba á 2. holu umspilsins, sem tryggði honum sigur á fyrsta risamóti ársins.

Til þess að sjá handarband Bubba og Billy Payne sýnt hægt smellið HÉR: