
Golfútbúnaður: 5000 bleikir PING G20 dræverar verða settir á markað – Eins og Bubba notar!
PING G20 dræverinn er hannaður fyrir öll getustig. Í kjölfar sigurs Bubba Watson á the Masters 2012 hefir PING tilkynnt að fyrirhugað sé að setja á markað bleikan PING G20 dræver alveg eins og Bubba notar með bleiku skafti og kylfuhaus, jafnvel líka bleiku gripi.
Dræverinn er með þyngdarbita, sem auka fyrirgefanleika og laða fram hámarks lengd og nákvæmni í drævum hvort heldur drævað er hátt eða lágt.
High-balance-point TFC 169 D skaftið ljær drævernum hærra MOI, sem stuðlar að meiri boltahraða (ens. ball speed) og kylfingar eru auk þess að sveifla með meiri þyngd í kylfuhausnum, sem aftur stuðlar að lengri og beinni drævum.
PING G20 er með 460cc kylfuhaus sem búinn er til úr Ti 8-1-1, léttum og lítt þéttum málmblendingi. Hann er með hátt styrkar/vigtar hlutfall sem eykur MOI og gerir kleift að koma aukaþyngd fyrir á strategískum stöðum í kylfuhausnum (án þess að auka heildarþyngd dræversins). Mismikil þykkt í kylfuandliti PING G20 dræversins stuðlar að meiri boltahraða og auknum fyrirgefanleika og krafti.
Allur ágóði af sölu bleiku PING G 20 dræveranna rennur til góðgerðarmála, sem Bubba Watson styrkir, en sá bleiki kemur til með að kosta kr. 55.000,- út úr búð í Bandaríkjunum.
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023