
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 16 – Benalup Golf & Country Club
Benalup Golf & Country Club er í Casas Viejas, en það svæði er þekkt fyrir uppreisn anarkista árið 1933 þ.e. fyrir u.þ.b. 80 árum síðan. Golfvöllurinn sem er 18 holu par-73 er hannaður af Paul Robin, sem notfærði sér m.a. TerraCottem vatnskerfið á vellinum. Paul Robin er fyrrum félagi Robert Trent Jones, sem hannað hefir marga frábæra golfvelli í Cádiz m.a. Valderrama.
Þetta er náttúrvænn golfvöllur, þar sem vatn kemur mikið við sögu. Það sem er einnig eftirtektarvert er frábært útsýni yfir Laguna de la Janda, sem er uppþornað lón og Alcornocales þjóðgarðinn. Á góðviðrisdögum sést jafnvel yfir á Afríkuströnd, frá vellinum.
Þessi völlur er ekki bara skemmtilegur til golfleiks heldur fá náttúruunnendur svo sannarlega eitthvað fyrir sína parta.
Til þess að komast á heimasíðu Benalup Golf & Country Club smellið HÉR: (þar má sjá nánar allt nánar um völlinn).
Það eina sem minnst skal á hér er að Benalup er fremur langur völlur 6104 metrar af öftustu teigum og 5702 af gulum og 5016 af rauðum og eins að hótelið á staðnum fær yfirleitt mjög góða dóma.
Upplýsingar:
Heimilisfang: C/La Torre, s/n, Benalup Casas Viejas 11190 Cádiz
Sími: + 34 956 42 49 28
Fax: + 34 956 42 49 29
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)