Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 18:45

EPD: Stefán Már lauk leik í 37. sæti á Open Madaef mótinu í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, lauk  í dag leik á Open Madaef mótinu í Marokkó, en mótið er hluti af þýsku EDP mótaröðinni. Þátttakendur voru 111.  Spilað var á Pullman El Jadiada vellinum á Pullman EL Jadida Royal Golf & Spa golfstaðnum.

Stefán spilaði hringina þrjá á +13 yfir pari, samtals 229 höggum (73 77 79) og varð T-37.

Efstur í mótinu varð Bandaríkjamaðurinn Timothy Andrea O´Neil, á samtals -4 undir pari, samtals 212 höggum (71 72 69).

Tvö önnur mót verða á næstunni á EPD mótaröðinni, þ.e.  15. og 21. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslit á Open Madaef smellið HÉR: