Tiger Woods segir framkomu sína á Masters ranga og segist munu taka þátt í Quail Hollow
Tiger Woods baðst afsökunar á vefsíðu sinni fyrir að missa sig á föstudeginum á the Masters þegar hann sparkaði í kylfu þegar hann var við að ljúka 2. hring mótsins á pirrandi 75 höggum. Tiger lauk leik á +5 yfir pari, sem er versta niðurstaða hans á the Masters, sem atvinnukylfings.
Tiger: „Það er eitt sem mig langar til þess að segja um the Masters í síðustu viku en það er að ég var auðvitað pirraður og framkoma mín var röng sérstaklega á 16. braut. The Masters hefir mikla þýðingu í mínum huga og ég var að reyna að spila (eins vel og ég gat). Ég er þarna að keppa og berjast á hverjum degi og býst við að ég geri mitt besta. Ég verð fyrir miklum vonbrigðum þegar það gerist ekki.
Mér leið vel í upphafi vikunnar í Augusta. Æfingarnar gengu vel og stutta spilið var í góðu lagi hjá mér. Púttin voru pottþétt, en því miður var ég ekki að slá vel. Ég féll í gamla mynstrið aftur, sem var pirrandi. Það er ekki hægt að spila vel í hverri viku, jafnvel þó okkur myndi langa til þess. Því miður var ég að slá illa á óheppilegum tíma.
Ó, maður lifandi, þetta var svo frábært andrúmsloft til leiks. Áhorfendur voru frábærir, almennilegir og studdu mann. Þeir voru að reyna að fá mann til að spila vel. Því, miður komst ég ekki almennilega á skrið. Góðu fréttirnar eru að vinstri fóturinn á mér var í lagi og ég var ekki í neinum vandræðum með hann.„
Tiger tilkynnti líka að han myndi spila á Wells Fargo Championship ogthe Players Championship í maí eftir stutt golfhlé.
„Ég hef ákveðið að spila í e Wells Fargo Championship, þann 3.-6. maí í Quail Hollow Club í Charlotte, Norður-Karólínu og á THE PLAYERS Championship, 10. 13. maí á TPC Sawgrass í Ponte Vedra Beach, Flórída. Ég hef verið svo heppinn að sigra á báðum mótum – á Wells Fargo árið 2007 og á THE PLAYERS árið 2003. Í báðum mótum eru keppendur frábærir og ég hlakka til að keppa.
Sean [Foley] og ég höfum verk að vinna, en ég ætla að taka mér frí og líta ekki á kylfurnar um skeið og koma síðan aftur. Ég veit hvað ég þarf að vinna í. Þetta er snýst bara um að fara þarna út og gera það. Bara að æfa og verja tímanum í þetta. Ég var bara ekki fær um að gera það á the Masters.„
Woods, sem var að keppa um 5. Græna Jakkann sinn á the Masters, óskaði Bubba Watson, sem var að vinna í fyrsta skipti til hamingju og tjáði sig um það hvernig Bubba hefði tekist „húkk“ höggið úr trjánum á 2. holu umspils sem var forsenda sigursins.
„Ég óska Bubba Watson til hamingju með sigurinn. Við spiluðum marga æfingahringi saman. Ef maður hugsar um það þá er þetta frábært högg af 10. fyrir örvhentan. Þetta var húkk lega og ofan á allt saman er hann að slá upp á hæð vegna þess að flatirnar fara frá hægri til vinstri. Þannig að það er í raun sama hvers kyns húkk slegið er þá steindrepst boltinn í hallanum.
Það sem ég var forvitinn að sjá var hversu langt hann myndi dræva þarna og hvort hann tæki stutt járn eða miðlungs. Ef hann hefði slegið með mið-járni þá hefði hann ekki getað stoppað boltann vegna þess að hann fer of hratt inn. Ef hann tekur stutt járn getur hann „spinnað“ jafnvel þótt húkkið sé mikið. Hann fær boltann á ferð, sem er erfitt þessa daganna vegna þess að þeir rúlla ekki mikið. Að móta boltann svona mikið eins og hann gerir sýnir að hann hefir mikla tilfinningu fyrir höggum sínum. Hann spilar eins og margir af eldri kylfingunum gerðu, en þeir gerðu það með boltum sem rúlluðu mun meir. Það er miklu erfiðar að fá boltann til að rúlla eins og hann gerir. Boltinn „spinnar“ bara ekki svo mikið . Maður verður að vera með ógnar kylfuhausshraða og það hefir hann.„
Heimild: Golf.com SI
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024