Bubba Watson: Sé ekkert því til fyrirstöðu á okkar tímum að heimila konum aðild að Augusta National
Bubba Watson nýkrýndur meistari The Masters var í viðtali hjá Piers Morgan á CNN í gær, 10. apríl 2012. Í viðtalinu kom að mjög „heitu“ umræðuefni þessa dagana, þ.e. hvort Augusta National ætti að heimila konum að gerast félagar í klúbbnum. Watson tók mjög varfærna afstöðu, enda vill hann ekki styggja neinn svona rétt eftir sigurinn. Hann sagði hins vegar að á þessum tímum sæi hann ekki að það kæmi að sök að konum væri heimiluð félagsaðild en sagði jafnframt að sínar reglur giltu á hverjum stað, en vildi síðan heyra afstöðu Piers (sem hann hefir eflaust vitað hver væri – enda Piers í betri stöðu að tala frjálslega.) Piers Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór lauk leik í 3. sæti á ULM Wallace Jones Invitational
Í dag lauk ULM Wallace Jones Invitational mótinu í Southern Pines Golf Club í Calhoun, Louisiana. Mótið var 2 daga mót og voru 2 hringir spilaði í gær og lokahringurinn í dag. Þátttakendur voru 62 frá 11 háskólum, þ.á.m. Íslendingaliðið í Nicholls State. Kristján Þór Einarsson, GK og Nicholls State lék á +5 yfir pari, samtals 221 höggi (73 75 73) og varð í 3. sæti. Glæsilegur árangur hjá Kristjáni Þór! Í mótinu tóku líka þátt Pétur Freyr Pétursson, GR og Andri Þór Björnsson, GR. Andri þór Björnsson lauk leik á +31 yfir pari, 247 höggum (84 85 78) Pétur Freyr varð í 59. sæti á samtals +35 yfir pari, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnarsdóttir og Furman luku leik í 13. sæti
Í gær hófst á Suntree Country Club Classic golfvellinum í Melbourne í Flórída, Knights & Pirates Invite mótið. Mótið var tveggja daga og voru 2 hringir spilaði í gær og lokahringurinn í dag. Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum. Meðal keppenda var Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman. Ingunn spilaði á +35 höggum yfir pari (81 86 84) og lauk leik í 85. sæti. Lið Furman háskóla varð í 13. sæti. Til þess að sjá úrslit á Knights & Pirates Invite, smellið HÉR:
EPD: Stefán Már T-25 í Open Madaef í Marokkó eftir 2. dag
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR taka þátt á Open Madaef mótinu í Marokkó, sem hófst í gær, en mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Þátttakendur eru 111. Spilað er á Pullman El Jadiada vellinum á Pullman EL Jadida Royal Golf & Spa golfstaðnum, í Marokkó. Eftir 2. hring er Stefán Már samtals á +6 yfir pari, spilaði á 73 höggum í gær og 77 í dag. Hann deilir 25. sætinu með öðrum. Þórður Rafn bætti sig um 6 högg milli hring var á 84 höggum í gær en 78 í dag, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Lokahringurinn verður spilaður á morgun og óskar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (15. grein af 20) – Jodi Ewart
Hér verður fram haldið kynningu á stúlkunum 40, sem komust í gegnum Q-school LPGA, en lokaúrtökumótið fór fram á Champions og Legends golfvöllunum í Flórída, 30. nóvember -4. desember 2011. Við erum komin að þeim 3 stúlkum sem deildu 4. sætinu en það eru: T4 Dori Carter (Valdosta, Ga.) 74-71-71-73 – 68 – 357 (-3) $3,167 Karlin Beck (Pike Road, Ala.) 71-72-74-71 – 69 – 357 (-3) $3,167 Jodi Ewart (North Yorkshire, England) 70-73-74-70 – 70 – 357 (-3) $3,167 Í kvöld verður enska stúlkan Jodi Ewart kynnt, en hún hefir svo sannarlega verið að gera góða hluti á þeim mótum LPGA, sem hún hefir tekið þátt í það sem Lesa meira
Yani Tseng fékk að kasta fyrsta boltanum fyrir Mets í bandaríska hafnarboltanum
Ja, það er í fleiri íþróttagreinum en golfinu, sem er „pitch-að“. Í gær, mánudaginn 9. apríl fékk kvenkylfingur nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, að kasta (pitch-a) fyrsta boltanum fyrir NY Mets. Það var taíwönsk menningarnótt á Citi Field (heimaveli Mets). Fyrir utan það að Yani átti fyrsta „pitch-ið“ þá var spiluð músík frá Taiwan og dansarar sem dönsuðu með. Allt var þetta liður í kynningu á menningu Taíwan. Það voru fjölmargir sem komu saman og báðu Yani um eiginhandaráritun og svo talaði hún við blaðamannaskarann eftir „pitch-ið. “ Til þess að sjá fleiri myndir af Yani í heimsókn hjá Mets smellið HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Þórðarson – 10. apríl 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Þórður Þórðarson. Hann er fæddur 10. apríl 1972 og á 40 ára stórafmæli í dag! Þórður er knattspyrnuþjálfari ÍA á Akranesi og í Golfklúbbnum Leyni. Hann spilar af og til golf milli þess sem hann þjálfar hjá ÍA. Þórður er kvæntur Íris Björgu Þorvarðardóttur og á 3 börn: Þórð, Stefán Teit og Katrínu. Hér má komast á heimasíðu afmæliskylfingsins: Þórður Þórðarson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þórunn Högna F. 10. apríl 1975 (37 ára) Elín Illugadóttir F. 10. apríl 1967 (45 ára) Sverrir Haraldsson F. 10. apríl 1951 (61 árs) Mjallarföt Íslensk Hönnun F. 10. apríl 1992 (20 ára) Grindavíkurbær – Góður Bær Lesa meira
Tinna spilar á Dinard Ladies Open
Tinna Jóhannsdóttir, GK, mun spila á móti, Dinard Ladies Open, sem er hluti af LET Access mótaröðinni 12.-14. apríl n.k. Mótið fer fram í Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi. LET Access er góður undirbúningur fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET) og oft stökkpallur inn á LET. Tinna tók s.l. haust þátt í úrtökumóti fyrir LET og komst inn á lokaúrtökumótið á La Manga. Hún vann sér inn spilarétt á LET Access og mun spila þar keppnistímabilið 2012.
GKS: Mótaskrá Golfklúbbs Siglufjarðar fyrir árið 2012
Fjögur mjög vegleg opin mót verða haldin í sumar á Hólsvelli, á Siglufirði sem vel er þess virði að keyra norður til Siglufjarðar á og ætti að setja í skipulag sumarfrísins. Þetta eru þrjú mót í júlí nánar tiltekið 7. og 8. júlí (tilvalið að spila á báðum mótum: Opna Olís mótið og Opna kvennamót Siglósports.) Það er frábært að fá loks kvennamót á Siglufjörð! Svo er Opna Vodafone mótið 29. júlí 2012. Loks er fjórða opna mótið: Opna Bakarís- og Vífilfellsmótið, sem haldið verður um Verslunarmannahelgina, 4. ágúst 2012, sem löngum hefir verið fjölmennt og fjölsótt af Siglfirðingum um allt land! Sjá má mótaskrá Golfklúbbs Siglufjarðar í heild með Lesa meira
Púttin eru enn að há Lee Westwood og… kosta hann enn eitt risamótið!
Talað var um að Lee Westwood gæti ekki komist nógu fljótt frá Georgíu. Hins vegar komst Lee hvorki lönd né strönd því 10.45pm flug hans frá Atlanta til Manchester var frestað vegna „tæknilegra vandkvæða“ og Lee var enn á flugvellinum kl. 5:30am í gærmorgun. „Þetta hefir verið langur dagur,“ sagði hann. Og það var hann svo sannarlega. Aðeins 12 klst. fyrr kom hann í hús á 68 höggum og var þetta í 7. skiptið sem hann var meðal 3 efstu í 15 síðustu risamótum, sem hann hefir tekið þátt í. Svo mörg „næstum því“ tilvik væru næg til að æra óstöðugan, en Westy var sko ekki á því að fara einhverja Lesa meira








