Peter Dawson segir að Rory McIlroy sé að yfirtaka hlutverk Tiger sem stórstjörnu golfíþróttarinnar
Rory McIlroy, 23 ára, er nr. 1 á heimslistanum meðan Tiger Woods, 36 ára, er í baráttu við að ná aftur fyrra formi. – „Maður sér bara gömlu varnaðarhættina í Tiger, hann er á fertugsaldri og síðan sjáum við Rory hinn unga,“ sagði Peter Dawson, framkvæmdastjóri Royal and Ancient Club. „Allar kynslóðir eiga sínar stjörnur og Rory er svo sannarlega (stjarna) sinnar (kynslóðar).“ Rory hefir hins vegar aðeins sigrað á 1 risamóti (síðast á US Open 2011) meðan Tiger hefir sigrað á 14 risamótum (síðast US Open 2008). „Það er mjög gefandi að sjá einhvern (Rory), sem maður hefir fylgst með frá því hann var áhugamaður (Rory) og hefir spilað Lesa meira
PGA: John Daly komst inn á Zürich Classic mótið í boði styrktaraðila
John Daly fékk boð um að spila í Zürich Classic mótinu New Orleans, sem fram fer í þessari viku á TPC Louisiana. Boo Weekley hætti við þátttöku í mótinu vegna veikinda. Hann átti að vera þarna í boði styrktaraðila og þar sem hann komst ekki ákváðu mótshaldarar að bjóða Daly. Þetta er aðeins 3. mótið í ár sem Daly, þessi litríki, tvöfaldi sigurvegari risamóta fær að spila á, í ár, en hann hefir ekki verið með fullan spilarétt á PGA í 6 ár. Daly hefir þess í stað verið að spila á Evróputúrnum. Í ár hefir árangur hans þó ekkert verið svo slæmur miðað við oft áður. Hann varð T-51 Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (3. grein af 21): Tjaart Van der Walt og Jamie Elson
Í dag verða Jamie Elson (32. sæti) og Tjaart Van der Walt (33. sæti) kynntir til sögunnar, en þeir urðu báðir meðal þeirra 37, sem komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, á PGA Catalunya í Girona á Spáni. Byrjum Tjaart á Van der Walt. Tjaart Van der Walt kannast lesendur Golf 1 en hann spilar á Sólskinstúrnum suður-afríska og leiddi t.a.m. fyrir lokahringinn á Africa Open í ár, þar sem Louis Oosthuizen hafði síðan betur á, á lokasprettinum. Tjaart fæddist 25. september 1974 í Pretoríu, Suður- Afríku og er því 37 ára. Sem stendur er hann nr. 257 á heimslistanum. Tjaart byrjaði að spila golf 14 ára áður en hann hóf Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Grégory Bourdy – 25. apríl 2012
Það er franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem er afmæliskylfingur dagsins. Grégory er fæddur í Bordeaux, 25. apríl 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Grégory á systur, Melodie einnig uppnefnd „Birdie Bourdy“, sem spilar á LET. Grégory hins vegar spilar á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áhuga á kvikmyndum og íþróttum almennt. Til þess að sjá allt nánar um Grégory má sjá heimasíðu hans HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Chris Johnson, 25. apríl 1958 (54 ára); Wes Martin, 25. apríl 1973 (39 ára)…. og …… Fridrik Sverrisson F. 25. apríl 1968 (44 ára) Halldor Tryggvi Gunnlaugsson F. 25. apríl 1957 (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
Evróputúrinn: 7 líklegir kandídatar til að sigra Ballantine´s Championship
Sjö eða 007? Myndin lítur út eins og sambland af auglýsingu um nýjustu Bond kvikmyndina og auglýsingu frá Herraverslun Hilmars! Þetta eru þeir 7 kappar, sem líklegastir þykja til afreka á Ballantine´s Open, sem hefst á morgun í Blackstone Golf Club í Icheon í Seúl, Suður-Kóreu: F.v.: Bae Sang-moon, sigurvegari Opna breska Darren Clarke, Ian Poulter, Kim Kyung-tae, YE Yang, Adam Scott og Miguel Angel Jiménez. Þeir komu saman í gær á 5 ára afmæli mótsins sem haldið var upp á með stæl í Gala Dinner í Grand Hyatt hotel í Seúl. Heimild: europeantour.com
Samtökin Golf Iceland boða til málþings um golf og ferðaþjónustu á morgun
Samtökin Golf Iceland boða til málþings um golf og ferðaþjónustu fimmtudaginn 26. apríl 2012 kl 13:30 á Hilton hóteli Mikil umræða hefur verið um mikilvægi þess að fjárfesta í vöruþróun í ferðaþjónustu um allt land og þar sérstaklega verið litið til afþreyingar fyrir vaxandi fjölda gesta. Á Íslandi eru um 70 golfvellir,sem dreifast um allt landið. Hér er því nú þegar mikið framboð af þessari eftirsóttu afþreyingu og varan er tilbúin. Samtökin GOLF ICELAND voru stofnuð 2008 af hópi golfklúbba og hópi ferðaþjónustufyrirtækja auk Golfsambands Íslands og Ferðamálastofu í þeim tilgangi að vinna að kynningu og markaðssetningu þessarar afþreyingar. Markaðurinn er stór og vaxandi. Um 50 milljónir kylfinga eru í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór á 74 höggum! Fór upp um 14 sæti á Southland Conference Championship
Kristján Þór Einarsson, GK, er svo sannarlega að spila vel á Southland Conference Championship í Mc Kinney, Texas. Hann er ásamt golfliði Nicholls State að spila á SCC, þar sem þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Í gær voru Kristján Þór og Andri Þór Björnsson, GR, báðir á 77 höggum. Í dag bætti Kristján Þór sig um 3 högg, spilaði á 74 höggum en Andri Þór á 79 höggum. Pétur Freyr Pétursson, GR, er að spila veikur og er í neðsta sæti. Samtals er Kristján Þór búinn að spila á +7 yfir pari, 151 höggi (77 74) og er T-14, þ.e. fór upp um 14 sæti, en hann var í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi T-6 á Conference Carolina´s Championship
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistarinn „okkar“ í holukeppni 2011 er svo sannarlega að standa sig vel í Conference Carolinas Championship. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Mótið átti að hefjast á á sunnudaginn en var frestað þá og 36 holur spilaðar í gær. Lokahringurinn er spilaður í dag. Eftir 2 hringi er Arnór í 6. sæti er búinn að spila samtals á 149 höggum (72 77). Arnór Ingi er á 2. besta skori liðs síns. Glæsilegt hjá Arnóri Inga! Lið Belmont Abbey er í 3. sæti. Það er vonandi að Arnóri Inga hafi gengið jafnvel í dag! Til þess að sjá stöðuna eftir 2 hringi á Conference Carolinas Championship smellið Lesa meira
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 17 – Golf El Puerto de Santa Maria
Þessi fallegi og skemmtilegi golfvöllur, sem margir Costa Ballenafarar kannast við er hannaður af einum fremsta golfvallarhönnuði Spánverja, Manuel Piñero. Hann er 18 holu, par 72. Völlurinn er staðsettur í nágrannabæ Rota, El Puerto de Santa Maria, í Cádiz, þar sem finnast einhverjar bestu strendur Cádiz s.s. margir geta eflaust borið vitni um. Dæmi slíkrar strandar er Valdelagrana. Golfvöllurinn er fremur flatur og hentar samt kylfingum af öllum getustigum. Það sem mér er einna minnisstæðast eftir að hafa spilað hann er að á einum stað þarf að fara yfir umferðargötu til þess að komast á næsta teig. Margskonar hindranir eru á vellinum og reynir á mismunandi högggetu kylfingsins og notkun Lesa meira
Nökkvi og Steinn Baugur urðu T-18 á PGA 4Ball Club Trophy 2012
Bræðurnir Nökkvi og Steinn Baugur Gunnarssynir, báðir í NK, luku í gær keppni á PGA 4Ball Club Trophy 2012 mótinu, sem fram fór í Belgíu. Spilað var í Royal Waterloo Golf Club í La Marache, Belgíu. Royal Waterloo golfklúbburinn var stofnaður 1923 í Rhode-Saint-Genèse og völlurinn hannaður af hinum fræga breska golfvallarhönnuði Frederick Hawtree. Komast má á heimasíðu Royal Waterloo HÉR: Þátttakendur í mótinu voru 76 þ.e. 38 tveggja manna lið, en fyrirkomulag mótsins var fjórbolti. Nökkvi og Steinn Baugur urðu T-18, þ.e. deildu 18. sætinu með 4 öðrum, en þeir spiluðu saman á +3 yfir pari, 75 höggum. Nökkva og Steini Baug var boðið í mótið, þar sem þeir voru staddir Lesa meira








