Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2012 | 08:00

Samtökin Golf Iceland boða til málþings um golf og ferðaþjónustu á morgun

Samtökin Golf Iceland boða til málþings um golf og ferðaþjónustu

fimmtudaginn 26. apríl 2012 kl 13:30  á Hilton hóteli

Mikil umræða hefur verið um mikilvægi þess að fjárfesta í vöruþróun í ferðaþjónustu um allt land og þar sérstaklega verið litið til afþreyingar fyrir vaxandi fjölda gesta.  Á Íslandi eru um 70 golfvellir,sem dreifast um allt landið. Hér er því nú þegar mikið framboð af þessari eftirsóttu afþreyingu og varan er tilbúin.

Samtökin GOLF ICELAND voru stofnuð 2008 af hópi golfklúbba og hópi ferðaþjónustufyrirtækja auk Golfsambands Íslands og Ferðamálastofu í þeim tilgangi að vinna að kynningu og markaðssetningu þessarar afþreyingar.

Markaðurinn er stór og vaxandi. Um 50 milljónir kylfinga eru í heiminum þar af eru um 6 milljónir í Evrópu. Um 30% kylfinga fara árlega í golfferð utan heimalands.

Þessir ferðamenn eru eftirsóttir enda eyða þeir allt að 100% meira en almennir ferðamenn á sínum ferðum.

Erlendum kylfingum sem leika hér á Íslandi hefur fjölgað verulega á undanförnum árum og ljóst að íslenskir golfvellir í okkar sérstæða landslagi og einstöku birtu vekja mikinn áhuga og ánægju þeirra sem hér spila.

Ísland hefur tvö undanfarin ár verið tilnefnt af golfblaðamönum í lokaúrslit um titilinn „ Besti nýi óþekkti golfáfangastaðurinn í heiminum“

Á málþinginu verður farið nánar yfir þá möguleika sem eru til staðar fyrir okkur að ná meiri árangri og hvað frekar er hægt að gera í þeim tilgangi.

Málþingið er öllum opið

Óskað eftir að þeir sem ætla að sækja málþingið sendi póst á  info@golficeland.org