Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (2. grein af 21): Andrew Marshall og Tim Sluiter
Hér verður fram haldið að kynna „nýju“ strákana á Evrópumótaröðinni 2012, þ.e. þá sem komust í gegnum lokaúrtökumót á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni s.l. desember. Hér verða þeir kynntir sem urðu í 35. og 34. sæti af 37 sem hlutu kortin sín að þessu sinni. Fyrst er það Englendingurinn Andrew Marshall sem varð í 35. sæti: Andrew er fæddur 24. ágúst 1973 í Sutton-in-Ashfield í Englandi og er því 38 ára. Hann er frekar lítill og léttur kylfingur, 1,75 á hæð og 66 kíló. Áhugamál hans eru ræktin, kvikmyndir, tónlist og stjörnufræði. Fræðast má nánar um Andy Marshall á heimasíðu hans með því að smella HÉR: Andrew Lesa meira
Golfútbúnaður: Callaway Odyssey Flip Face #5 pútter
Callaway Odyssey Flip Face #5 pútterinn er rúnnaður pútter þar sem kylfingar hafa val um 2 kylfuandlit, þ.e. geta valið um hvort kylfuandlitið þeir nota, en kylfan hefir 2 kylfuandlit. Til þess að koma til móts við aðlögun að aðstæðum hefir Odyssey hannað Flip Face pútterinn, sem býður kylfingum upp á að nota annaðhvort Metal-X eða White Ice höggflöt á pútterinn, en segja má að pútterinn sé með tvö „púttersandlit“/höggfleti. Með skrúfulykli, sem einnig gegnir hlutverki flatargafals er auðvelt að snúa kylfuandlitinu/högggfletinum um 180°. Þannig geta kylfingar valið hvað hentar þeim byggt á tilfinningu, hraða, rúlli eða einfaldlega hvað þeim finnst best að nota við þessi eða hin veðurskilyrðin. Yfirborð White Lesa meira
GL: Opnunarmót Garðavallar n.k. laugardag
Sameiginlegt Innanfélagsmót GL og GR verður haldið á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 28. apríl og verður völlurinn opnaður með formlegum hætti með mótahaldinu. Mótið er sameiginlegt Innanfélagsmót GL og GR. Ræst er út frá kl.9.00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-8,4 og 8,5 og hærra. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Skráning í mótið hófst í dag, þriðjudaginn 24. apríl kl.9:00 HÉR:
Ólafía Þórunn í 374. sæti á heimslista yfir bestu áhugakvenkylfinga í heimi!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR er komin í 374. sæti yfir bestu áhugakvenkylfinga í heimi. Fyrir að vera í 2. sæti á ACC Women´s Golf Championship á Sedgefield golfvellinum í Norður-Karólínu fyrir viku síðan fer Ólafía Þórunn upp um 108 sæti. Næst á eftir Ólafíu Þórunni á lista kvenáhugamanna er Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, en hún er í 593. sæti listans. Af körlunum er Ólafur Björn Loftsson, NK í efsta sæti en hann vermir 254. sæti listans. Kristján Þór Einarsson, GK, er næstbestur íslenskra karlkylfinga en hann er í 680. sæti. Til þess að sjá áhugamannaheimslista smellið HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Bjarki Sigurðsson, Lee Westwood og Lydia Ko – 24. apríl 2012
Afmæliskylfingar dagsins í dag eru 3 hér á Golf 1: Bjarki Sigurðsson, GO, Lee Westwood og hin nýsjálenska Lydia Ko. Bjarki er fæddur 24. apríl 1965 og því 47 ára í dag, Lee Westwood er fæddur 24. apríl 1973 og því 39 ára og Lydia Ko er fædd 24. apríl 1997 og á því eiginlega sú eina sem á „stórafmæli“ fyrrgreindra kylfinga í dag, er 15 ára. Lee Westwood var að sigra á Indonesian Masters í Jakarta núna um helgina og saxaði þar með aðeins stigalega á forskot sem þeir Rory McIlroy og Luke Donald hafa á hann á heimslistanum. Lee er í 3. sæti á heimslistanum, sem stendur. Lydia Lesa meira
Leikmenn Liverpool í golf eftir ósigurinn gegn WBA á sunnudaginn
Hópur Liverpool leikmanna fór í golf í gær til þess að endurvekja liðsandann eftir tap á heimavelli s.l. sunnudag gegn WBA (West Bromwich Albion). Luis Suarez, Andy Carroll, Stewart Downing og Luis Enrique spiluðu golf á Mere Golf and Country Club, nálægt Manchester, ásamt Brad Jones, sem er 3. markvörður Liverpool (þ.e. 2. varamarkvörður þeirra). Sjá má heimasíðu Mere HÉR: Framkvæmdastjóri Liverpool, Kenny Dalglish,var jákvæður eftir leikinn, þar sem Liverpool var með 27 skot á mark WBA, hitti eitt sinn í stöng og tapaði engu að síður 1-0. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmur árangur,“ sagði Dalglish. „Allir leikmennirnir stóðu sig vel. Við erum mjög ánægðir Lesa meira
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn báðir úr leik í Open Lixus mótinu í Marokkó
Í gær lauk Open Lixus mótinu sem fram fór dagana 21.-23. apríl í Port Lixus Marina & Golf Resort í Marokkó. Meðal þátttakenda voru Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir í GR. Báðir komust þeir ekki í gegnum niðurskurð en hann var að þessu sinni miðaður við samtals +5 yfir pari, eftir 36 spilaðar holur. Þórður Rafn spilaði á samtals +6 yfir pari (74 76) og var því aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefán Már spilaði á samtals +7 yfir pari (79 72) og var það einkum slakur fyrri hringur sem eyðilagði fyrir honum að komast í gegn. Stefán hefði þurft að spila Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri og Kristján Þór spiluðu 1. hring Southland Conference á 77 höggum
Íslendingaliðið í Nicholls State University í Thibodeaux, Louisiana ferðaðist í gær til Mc Kinney í Texas og tekur þar þátt í Southland Conference Championship. Þátt taka 50 kylfingar frá 10 háskólum. Kristján Þór Einarsson, GK, og Andri Þór Björnsson, GR léku báðir fyrsta hring á +5 yfir pari, 77 höggum. Þriðji Íslendingurinn, Pétur Freyr Pétursson, GR, spilaði veikur, sem greinilega hafði áhrif á leik hans en hann spilaði á +13 yfir pari 85 höggum og er neðstur í mótinu. Lið Nicholls State háskólans er í næstneðsta eða 9. sæti eftir 1. dag. Golf 1 óskar þeim Pétri Frey Kristjáni Þór og Andra Þór og Nicholls State góðs gengis á morgun! Lesa meira
Um mikilvægi þess að hugsa jákvætt í golfi
Sálfræðingar í Purdue University hafa komist að áhugverðu tilbrigði við því gamalkunna að hugsa verði jákvætt. Þeir nefna það styrk jákvæðrar upplifunar/skynjunar: Þeir (sálfræðingarnir) hafa sýnt fram á að hægt sé að bæta golf með því að trúa því að markið (ens.: target), sem miðað sé á sé stærra en það er í raun og veru. Jessica Witt sem rannsakar samband upplifunar/skynjunar og árangurs ákvað að beina sjónum sínum að golfi – sérstaklega hvernig holan kemur kylfingum fyrir sjónir, eftir því sem spilað er vel eða illa. Hún tók stórt spjald með sér á golfvöllinn með hringjum í mismunandi stærð teiknuðum á það. Sumir hringirnir voru á stærð við golfholuna Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk leik á SEC Championship
Axel Bóasson, GK og lið hans í Mississippi State tóku þátt í SEC (South Eastern Conference) Championship á Sea Island golfvellinum fræga á St. Simmons Island í Georgíu ríki. Um 60 kylfingar frá 12 háskólum spiluðu í mótinu. Þetta var ekki mikil frægðarför til Georgiu fyrir Mississippi State háskólann. Lið skólans lenti í síðasta sæti og Axel deildi næstneðsta sætinu. Hann spilaði á samtals +23 yfir pari, 233 höggum (76 80 77). Á skorkorti hans í gær voru 2 skrambar, 3 skollar og 1 fugl og líklega er skorið eitthvað sem Axel vill gleyma, sem fyrst. Það góða er þó að þrátt fyrir slakt gengi bætti Axel sig um 3 högg, Lesa meira










