Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2012 | 16:45

Peter Dawson segir að Rory McIlroy sé að yfirtaka hlutverk Tiger sem stórstjörnu golfíþróttarinnar

Rory McIlroy, 23 ára, er nr. 1 á heimslistanum meðan Tiger Woods, 36 ára, er í baráttu við að ná aftur fyrra formi. –

„Maður sér bara gömlu varnaðarhættina í Tiger, hann er á fertugsaldri og síðan sjáum við Rory hinn unga,“ sagði Peter Dawson, framkvæmdastjóri Royal and Ancient Club.

„Allar kynslóðir eiga sínar stjörnur og Rory er svo sannarlega (stjarna) sinnar (kynslóðar).“

Rory hefir hins vegar aðeins sigrað á 1 risamóti (síðast á US Open 2011) meðan Tiger hefir sigrað á 14 risamótum (síðast US Open 2008).

„Það er mjög gefandi að sjá einhvern (Rory), sem maður hefir fylgst með frá því hann var áhugamaður (Rory) og hefir spilað í mörgum mótum, komast í gegn,“ sagði Dawson.

„Þetta eru frábærir tímar fyrir breskt golf og evrópskt, það eru svo margir frá Bretlandseyjum og af Meginlandinu að standa sig vel.“

„Það sem er leiðbeinandi hjá mér hverjir séu stjörnuleikmenn er hverjir það eru sem sjónvarpsstöðvarnar hafa mestan áhuga á og vilja t.d. fá að vita fyrirfram hvaða rástíma hafa.“

„Það eru Rory og Tiger sem þær (sjónvarpsstöðvarnar) hafa mestan áhuga á.“

Rory er aðeins einn af mörgum frá Írlandi, sem náð hefir góðum árangri í golfi.

Pádraig Harrington sigraði á Opna breska 2007 og 2008 og  Graeme McDowell sigraði á US Open 2010 og Darren Clarke á Opna breska 2011.

Árangur þeirra hefir orðið til þess að háværar raddir eru nú uppi um að Opna breska fari fram á Royal Portrush á Norður-Írlandi (á næstu árum), en þar hefir Opna breska aðeins einu sinni farið fram, þ.e. árið  1951.

„Ég og nokkrir úr mótanefndinni hafa farið til Írlands og skoðað Royal Portrush, sem er frábær golfvöllur,“ bætti Dawson við.

„Það er mjög áhugavert að Opna írska fer fram þar í ár og þeir hafa selt mikið af aðgangsmiðum og við munum líta til þess og sjá hvernig hlutir þróast. Við erum langt frá því að tilkynna að Opna breska muni aftur fara fram á Portrush, en við höfum skoðað þann möguleika. Þetta er áhugaverður mótsstaður frá allskyns sjónarhornum, en það eru nokkrir þættir við völlinn sem eru mjög erfiðir fyrir stóra hópa af áhorfendum.“

Heimild: BBC Sports