
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 17 – Golf El Puerto de Santa Maria
Þessi fallegi og skemmtilegi golfvöllur, sem margir Costa Ballenafarar kannast við er hannaður af einum fremsta golfvallarhönnuði Spánverja, Manuel Piñero. Hann er 18 holu, par 72. Völlurinn er staðsettur í nágrannabæ Rota, El Puerto de Santa Maria, í Cádiz, þar sem finnast einhverjar bestu strendur Cádiz s.s. margir geta eflaust borið vitni um. Dæmi slíkrar strandar er Valdelagrana.
Golfvöllurinn er fremur flatur og hentar samt kylfingum af öllum getustigum. Það sem mér er einna minnisstæðast eftir að hafa spilað hann er að á einum stað þarf að fara yfir umferðargötu til þess að komast á næsta teig. Margskonar hindranir eru á vellinum og reynir á mismunandi högggetu kylfingsins og notkun flestra kylfa í pokanum. Hindranirnar eru einkum há tré, en ekki sérlega mikið af vötnum eða sandglompum, a.m.k. reynast þau ekki sérlega erfið. Í minningunni er þetta mjúkur, vinalegur völlur, með bylgjandi brautum, sem var léttur undir fótinn og gaman að spila!
Komast má á heimasíðu golfklúbbsins HÉR:
Upplýsingar:
Heimilisfang: Golf El Puerto, Ctra. Snalúcar, km 1, El Puerto de Santa Maria, 11500 Cádiz
Sími: + 34 956 8765411
Fax: + 34 956 854 866
Tölvupóstfang: reservas@golfelpuerto.com – info@golfelpuerto.com
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster