
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 17 – Golf El Puerto de Santa Maria
Þessi fallegi og skemmtilegi golfvöllur, sem margir Costa Ballenafarar kannast við er hannaður af einum fremsta golfvallarhönnuði Spánverja, Manuel Piñero. Hann er 18 holu, par 72. Völlurinn er staðsettur í nágrannabæ Rota, El Puerto de Santa Maria, í Cádiz, þar sem finnast einhverjar bestu strendur Cádiz s.s. margir geta eflaust borið vitni um. Dæmi slíkrar strandar er Valdelagrana.
Golfvöllurinn er fremur flatur og hentar samt kylfingum af öllum getustigum. Það sem mér er einna minnisstæðast eftir að hafa spilað hann er að á einum stað þarf að fara yfir umferðargötu til þess að komast á næsta teig. Margskonar hindranir eru á vellinum og reynir á mismunandi högggetu kylfingsins og notkun flestra kylfa í pokanum. Hindranirnar eru einkum há tré, en ekki sérlega mikið af vötnum eða sandglompum, a.m.k. reynast þau ekki sérlega erfið. Í minningunni er þetta mjúkur, vinalegur völlur, með bylgjandi brautum, sem var léttur undir fótinn og gaman að spila!
Komast má á heimasíðu golfklúbbsins HÉR:
Upplýsingar:
Heimilisfang: Golf El Puerto, Ctra. Snalúcar, km 1, El Puerto de Santa Maria, 11500 Cádiz
Sími: + 34 956 8765411
Fax: + 34 956 854 866
Tölvupóstfang: reservas@golfelpuerto.com – info@golfelpuerto.com
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open