Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2012 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (3. grein af 21): Tjaart Van der Walt og Jamie Elson

Í dag verða Jamie Elson (32. sæti) og Tjaart Van der Walt (33. sæti) kynntir til sögunnar, en þeir urðu báðir meðal þeirra 37, sem komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, á PGA Catalunya í Girona á Spáni. Byrjum Tjaart á Van der Walt.

Tjaart Van der Walt

Tjaart Van der Walt kannast lesendur Golf 1 en hann spilar á Sólskinstúrnum suður-afríska og leiddi t.a.m. fyrir lokahringinn á Africa Open í ár, þar sem Louis Oosthuizen hafði síðan betur á, á lokasprettinum.

Tjaart fæddist 25. september 1974 í Pretoríu, Suður- Afríku og er því 37 ára. Sem stendur er hann nr. 257 á heimslistanum.

Tjaart byrjaði að spila golf 14 ára áður en hann  hóf nám í Alexander City Junior sem er hluti Central Alabama Community College. Þar var hann við nám 1993-95.  Árið eftir, 1996, gerðist hann atvinnumaður í golfi. Allar nánari upplýsingar um Tjaart má finna á heimasíðu hans, HÉR: 

Þjálfari Tjaart er Paul Webster, faðir fyrrum atvinnukylfingsins Shau, sem líkt og Tjaart vann fyrsta kortið sitt á Evróputúrinn 2000. Tjaart náði ekki að halda kortinu m.a. vegna meiðsla og sneri aftur til Suður-Afríku og spilaði á Sólskinstúrnum, þar sem hann varð í 12. sæti , 2002. Árið eftir hlaut hann kortið á bandaríska PGA, en náði ekki að halda kortinu, eftir  úlnliðsmeisli. Hann fékk læknisundanþágu til að spila á PGA 2005  og á því keppnistímabili rétt missti hann af 1. sigri sínum á PGA, á Buick  Championship. Hann lauk keppni á -8 undir pari, 64 höggum og knúði fram umspil við Brad Faxon, sem vann á 1. holu umspils. Eftir að hafa verið meira en áratug fjarri Evróputúrnum snýra hann aftur á hann eftir að hafa náð 33. sætinu á Q-school Evrópumótaraðarinnar.  Tjaart er kvæntur eiginkonu sinni Vicky og áhugamál hans utan golfsins eru rugby, að vera utandyra, horfa á kvikmyndi og hlusta á góða tónlist.

Jamie Elson

Jamie Elson.

Englendingurinn Jamie Elson náði 32. sætinu á Q-school Evrópumótaraðarinnar.

Hann er fæddur í Leamington Spa, á Englandi 23. maí 1981 og er því 30 ára.

Jamie er sonur Pip Elson, sem m.a. var Sir Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum 1973.  Jamie var í Augusta State University á árunum 1998-2002 og var m.a. í Walker Cup liði Evró   pu 2002, sem vann lið Bandaríkjanna 15-9.
Jamie var í liði Englandi á Boys, Youth og Senior stigunum á árunum 1997 og 2002 ogvar í Palmer Cup liði Bretlands og Evrópu sem sigraði lið Bandaríkjamanna 2000. Hann var einnig í sigurliði Breta&Íra sem vann Meginlandið í  St Andrews Trophy árið 2002, og þetta sama ár var hann líki í liði Englands ásamt þeim Gary Wolstenholme og Richard Walker í Eisenhower Trophy.
Jamie Elson gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og vann fyrsta titil sinn á Áskorendamótaröð Evrópu á Volvo Finnish Open í 3. mótinu, sem hann tók þátt í. Aðrir 6 topp-10 árangrar urðu til þess að hann varð 10. á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.
Jamie Elson hlaut kortið sitt á Evróputúrinn 2012 á dramatískan hátt, þ.e. hann setti niður 12 metra fuglapútt á lokaholunni á Q-school til þess að komast meðal efstu 30 og þeirra sem urðu jafnir í 30. sæti.  Þremur árum áður, 2009 varð hann í 15. sæti í Q-school.
Sem stendur er Jamie í 285. sæti á heimslistanum.  Meðal áhugamála hans eru aðrar íþróttir, kvikmyndir og tónlist.

Allar nánari upplýsingar um Jamie má finna á heimasíðu hans HÉR: