
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (3. grein af 21): Tjaart Van der Walt og Jamie Elson
Í dag verða Jamie Elson (32. sæti) og Tjaart Van der Walt (33. sæti) kynntir til sögunnar, en þeir urðu báðir meðal þeirra 37, sem komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, á PGA Catalunya í Girona á Spáni. Byrjum Tjaart á Van der Walt.
Tjaart Van der Walt kannast lesendur Golf 1 en hann spilar á Sólskinstúrnum suður-afríska og leiddi t.a.m. fyrir lokahringinn á Africa Open í ár, þar sem Louis Oosthuizen hafði síðan betur á, á lokasprettinum.
Tjaart fæddist 25. september 1974 í Pretoríu, Suður- Afríku og er því 37 ára. Sem stendur er hann nr. 257 á heimslistanum.
Tjaart byrjaði að spila golf 14 ára áður en hann hóf nám í Alexander City Junior sem er hluti Central Alabama Community College. Þar var hann við nám 1993-95. Árið eftir, 1996, gerðist hann atvinnumaður í golfi. Allar nánari upplýsingar um Tjaart má finna á heimasíðu hans, HÉR:
Þjálfari Tjaart er Paul Webster, faðir fyrrum atvinnukylfingsins Shau, sem líkt og Tjaart vann fyrsta kortið sitt á Evróputúrinn 2000. Tjaart náði ekki að halda kortinu m.a. vegna meiðsla og sneri aftur til Suður-Afríku og spilaði á Sólskinstúrnum, þar sem hann varð í 12. sæti , 2002. Árið eftir hlaut hann kortið á bandaríska PGA, en náði ekki að halda kortinu, eftir úlnliðsmeisli. Hann fékk læknisundanþágu til að spila á PGA 2005 og á því keppnistímabili rétt missti hann af 1. sigri sínum á PGA, á Buick Championship. Hann lauk keppni á -8 undir pari, 64 höggum og knúði fram umspil við Brad Faxon, sem vann á 1. holu umspils. Eftir að hafa verið meira en áratug fjarri Evróputúrnum snýra hann aftur á hann eftir að hafa náð 33. sætinu á Q-school Evrópumótaraðarinnar. Tjaart er kvæntur eiginkonu sinni Vicky og áhugamál hans utan golfsins eru rugby, að vera utandyra, horfa á kvikmyndi og hlusta á góða tónlist.
Jamie Elson
Englendingurinn Jamie Elson náði 32. sætinu á Q-school Evrópumótaraðarinnar.
Hann er fæddur í Leamington Spa, á Englandi 23. maí 1981 og er því 30 ára.
Allar nánari upplýsingar um Jamie má finna á heimasíðu hans HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023