John Daly er litskrúðugur kylfingur.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2012 | 15:15

PGA: John Daly komst inn á Zürich Classic mótið í boði styrktaraðila

John Daly fékk boð um að spila í Zürich Classic mótinu New Orleans, sem fram fer í þessari viku á TPC Louisiana.
Boo Weekley hætti við þátttöku í mótinu vegna veikinda. Hann átti að vera þarna í boði styrktaraðila og þar sem hann komst ekki ákváðu mótshaldarar að bjóða Daly.
Þetta er aðeins 3. mótið í ár sem Daly, þessi litríki, tvöfaldi sigurvegari risamóta fær að spila á, í ár, en hann hefir ekki verið með fullan spilarétt á PGA í 6 ár.
Daly hefir þess í stað verið að spila á Evróputúrnum. Í ár hefir árangur hans þó ekkert verið svo slæmur miðað við oft áður. Hann varð T-51 í Transitions Championship í Innisbrook og T-52 á Hilton Head fyrir tveimur vikum á RBC Heritage.

Það er sigurvegari Masters í ár, Bubba Watson, sem á titil að verja í New Orleans.

Heimild: Washington Post