9006 keppa í úrtökumóti um þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu 2012
Það eru alls 9,006 kylfingar sem hafa sótt um að taka þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska sem fram fer í Olympic Club í San Francisco, dagana 14.-17.júní n.k. Alls bárust umsóknir frá öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna og samtals 71 þjóðríki. Alls voru 677 umsóknir sem bárust síðasta daginn, þ.m.t. 124 sem bárust síðasta klukkutímann. Alls voru 9006 umsóknir og vantaði aðeins 80 upp á að nýtt met hefði verið slegið. Jason May, 38 ára áhugamaður, frá Sterling Heights í Michigan, var fyrstur til að skila inn umsókn 5. mars s.l. og atvinnumaðurinn Brad Doster, frá Winter Park í Flórída, sá síðasti, en hann skilaði inn umsókn 29 sekúndum áður Lesa meira
Myndir af nýju snekkjunni hans Greg Norman
Ímyndið ykkur þetta að hafa atvinnu af því að spila golf og eiga þessa líka flottu snekkju!!! Greg Norman var einmitt að fjárfesta í snekkju nú á dögunum. Fyrirtækið ætlaði að byggja snekkjuna fyrir hann á kostnaðarverði í skiptum fyrir þá frábæru auglýsingu sem það væri að hafa hann sem eiganda snekkjunnar, en þeir töpuðu nú reyndar á því. Þegar Greg fór í fyrstu siglinguna um Sydney höfn, höfðu áhorfendur á orði „Hún er risastór!“ Næstum því þrisvar sinnum stærri en ferjurnar í höfninni“! Til viðbótar við að vera fremur mikil um sig þá er snekkjan hans Greg líka byggð fyrir þá sem hafa gaman af Jacques Cousteau skemmtun (þ.e. Lesa meira
Hvað er í uppáhaldi hjá skoska kylfingnum Vikki Laing?
Það er spurning hversu margir gætu skammlaust talið upp 5 kvenkylfinga frá Skotlandi? Þó eru margar sem hafa verið að gera það gott að undanförnu. T.a.m. vann Carly Booth Dinard Ladies Open í Frakklandi nú um daginn og hin feimna Catriona Matthews, sem m.a. var í sigursælu Solheim Cup liði Evrópu 2011, er í uppáhaldi hjá mörgum. Hér sýnir enn einn skoskur kvenkylfingur á sér hina hliðina en það er Vikki Laing. Hún er frá hinum sögufræga golfstað Musselburgh í Skotlandi. Vikki er fædd 14. mars 1981 og því nýorðin 31 árs. Hér fer mynd af því sem er í uppáhaldi hjá Vikki:
Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir – 26. apríl 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 45 ára afmæli í dag Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Hún er í stjórn Golfklúbbsins Odds. Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Laufey Sigurðardóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (61 árs); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (51 árs); Clodomiro Carranza, 26. apríl 1982 (Argentínumaðurinn á 30 ára stórafmæli í dag!!!); J.B. Lesa meira
Evróputúrinn: Victor Dubuisson efstur á Ballantines Open í Icheon eftir 1. dag
Það er Frakkinn Victor Dubuisson, sem er efstur eftir 1. hring á Ballantine´s Open sem hófst á Blackstone golfvellinum í Icheon, Seúl, í Suður-Kóreu, fyrr í dag. Það gekk á ýmsu hjá Frakkanum unga á hringnum. Á skorkortinu hans voru 1 skrambi, 2 skollar og 8 fuglar. „Ég er mjög ánægður með að hafa spilað á -4 undir pari í dag,“ sagði Dubuisson, sem er að vonast eftir að landa fyrsta titli sínum á Evrópumótaröðinni. „Púttin mín voru virkilega, virkilega góð í dag og ég held að það sé eina leiðin að skora vel við þessar aðstæður.“ Í 2. sæti eru 5 kylfingar, þ.á.m. Paul Casey, á -2 undir pari, 70 Lesa meira
GSG: Öldungamót og 35+ í Sandgerði n.k. þriðjudag 1. maí 2012
Næstkomandi þriðjudag fer fram öldungamót, sem jafnframt er mót fyrir 35+ á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með fogjöf. Veitt eru verðlaun í höggleik án forgjafar og 1.-3. sæti í punktakeppni með forgjöf. Nándarverðlaun verða veitt á 2. og 15. braut. Keppt er í eftirfarandi flokkum: Flokkur Karla 35-54 ára keppir á gulum teigum Flokkur Karla 55-69 ára keppir á gulum teigum Flokkur Karla 70 + keppir á rauðum teigum 1 kvennaflokkur verður og keppa konurnar á rauðum teigum Ef færri en 15 eru í flokki áskilur mótanefnd sér rétt til að sameina flokka. Nú er um að gera að taka 1. maí frá og fylkja liði í Sandgerði á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór varð í 15. sæti á Southland Conference Championship
Í gær lauk Southland Conference Championship í McKinney, Texas. Lið Nicholls State University með þeim Kristjáni Þór Einarssyni, GK; Andra Þór Björnssyni, GR og Pétri Frey Péturssyni, GR var eitt af 10 háskólaliðum sem þátt tók í mótinu, en í því spiluðu 50 kylfingar háskólanna jafnframt í einstaklingskeppni. Kristján Þór Einarsson, GK, spilaði á samtals -11 yfir pari, samtals 227 höggum (77 74 76) og hafnaði í 15. sæti. Hann spilaði best allra í Nicholls State. Andri Þór Björnsson bætti sig um 3 högg frá 2. degi en hann spilaði lokahringinn á 76 höggum líkt og Kristján Þór. Hann spilaði á samtals +16 yfir pari, 232 höggum (77 79 76) Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 28. sæti í Conference Carolina´s Championship
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, lauk leik á Conference Carolina´s Championship. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Alls spilaði Arnór á 84 höggum á 3. og síðasta hring en var fyrri daginn búnn að spila á samtals 149 höggum (72 77) eða samtals 233 höggum. Arnór Ingi var á 2. besta skori liðs síns eftir fyrri daginn en var á 3. besta skorinu eftir 3. hring og hafnaði T-28 í mótinu. Lið Belmont Abbey lauk keppni í 6. sæti á mótinu. Til þess að sjá úrslitin á Conference Carolinas Championship smellið HÉR:
Golfvellir í Rússlandi (6. grein af 9): Moscow Golf Club í Krylatskoye
Vegna þess hversu landareignir eru dýrar í miðborg Moskvu eru flestir golfvellir í útjarðri borgarinnar. Moscow Golf Club í Krylatskoye er byggður á einu fallegasta svæði í útjarðri höfuðborgar Rússlands, Moskvu nálægt Moskvu ánni og ekki langt frá Serebryaniy greniskóginum. Þetta er fallegur 18 holu golfvöllur hannaður af Mazurin og Tapalevskiy. Á golfstaðnum er púttgreen, æfingasvæði og æfingaglompa og eins mínígolfvöllur, tennisvöllur og heilsurækt. Eins eru golfhermar á staðnum. Komast má á heimasíðu Moscow Golf Club HÉR: Upplýsingar: Heimilisfang: 2 Ostrovnaya St., Moskvu Sími: + 7 495 234 74 51
LPGA: Suzann Petterson í viðtali um Mobile Bay LPGA Classic sem hefst á morgun
Norska frænka okkar Suzann Pettersen tjáði sig um það í örstuttu viðtali við blaðafulltrúa LPGA hvernig m.a. væri að spila á Magnolia Grove golfvellinum í Mobile, Alabama þar sem Mobile Bay LPGA Classic hefst á morgun. Mótið er 4 daga mót, stendur frá 26.-29. apríl. Hér er örviðtalið: LPGA: Hver er lykillinn að velgengni á Magnolia Grove? Pettersen: Mér finnst Magnolia Grove góður völlur, og manni verður bara hreint og beint að þykja vænt um flatirnar. LPGA: Hvernig á völlurinn við leik þinn? Pettersen: Maður verður að vera fær um að móta höggin og það finnst mér skemmtilegt. LPGA: Hver er uppáhalds holan þín? Pettersen: Mér finnst 16. holan frábær, Lesa meira









