Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (2. hluti af 3 ) – Samskiptin við Tiger
Hér verður fram haldið með viðtal við Cheyenne Woods, frænku Tiger, sem spilar á sínu fyrsta móti sem atvinnumaður í dag – Wegmans LPGA Championship risamótinu. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir mótið og fer hér 2. hluti af 3, sá þegar blaðamenn beindu til hennar spurningum um samskipti hennar við frændann fræga, Tiger: STJÓRNANDI FUNDAR: Þetta er stór vika fyrir Woods fjölskylduna. CHEYENNE WOODS: Hún er það, já. STJÓRNANDI FUNDAR: Þetta var fínn sigur hjá Tiger á sunnudaginn, horfðirðu á? CHEYENNE WOODS: Ég gerði það. Auðvitað. Ég horfði á hann í sjónvarpinu. Það var virkilega spennandi að sjá hann þarna úti og koma aftur í Tiger stílnum sínum, Lesa meira
Evróputúrinn: Lee Westwood í forystu á 2. degi Nordea Masters
Það er nr. 3 í heiminum, Lee Westwood, sem er sem stendur í 1. sæti á Nordea Masters í Svíþjóð. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er ritað (kl. 14:10), en að því að virðist aðeins einn sem gæti enn gert Lefty skráveifu þ.e. argentínski nýliðinn Emiliano Grillo, sem er að spila geysigott golf og er á -7 undir pari á 6. holu og á því enn 12 eftir óspilaðar og gæti með góðum hring vel komist yfir Lee. Lee Westwood átti engu að síður glæsihring í dag upp á 64 högg, þar sem hann spilaði skollafrítt og fékk 8 fugla. Samtals er Lee á 132 höggum (68 Lesa meira
EPD: Þórður Rafn í 24. sæti og Stefán Már í 36. sæti í Þýskalandi
Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR, luku leik í morgun á Land Fleesensee Classic mótinu í Þýskalandi. Báðir spiluðu á tveimur undir pari í dag eða á 70 höggum. Þórður Rafn fékk 5 fugla í dag á hring sínum, 1 skolla og 1 skramba. Hann lauk keppni á samtals 214 höggum (71 73 70) og deildi 24. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum. Stefán Már mátti þakka fyrir að komast í gegnum niðurskurð í gær. En í dag sýndi hann karakter og á sér allt aðra hlið. Frábært að geta rifið sig upp og gleymt gærdeginum, sem óneitanlega skemmdi skorið hjá Stefáni Má. Stefán Már lauk fékk 3 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steingrímur Walterson – 7. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Steingrímur Walterson. Steingrímur fæddist 7. júní 1971 og er því 41 árs í dag. Steingrímur er félagi í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum það sem af er árs; varð m.a. í 1. sæti í punktakeppnishluta Þjarkamóts GKJ, 20. apríl s.l., auk þess að taka nándarverðlaunin bæði á 1. og 15. holu á Hlíðarvelli. Steingrímur er kvæntur Elínu Rósu Finnbogadóttur og eiga þau tvö börn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan Steingrímur Waltersson (41 árs) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (66 ára); Steven Lesa meira
GKJ: Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri fer fram nú um helgina – nokkrir rástímar lausir!
Annað Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið í Mosfellsbæ helgina 8. – 10. júní 2012. Golfmót Landsmótsins verður laugardaginn 9. júní og síðan púttmót sunnudaginn 10. júní. Spilað verður á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ hjá Golfklúbbnum Kili. Leikfyrirkomulag er höggleikur og punktakeppni. Mótið er flokkaskipt sem hér segir:Konur: 50 til 64 ára. Leika á rauðum teigum. (Höggleikur án forgjafar og Punktakeppni) Konur: 65 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni) Karlar: 50 til 69 ára. Leika á gulum teigum. (Höggleikur án forgjafar og Punktakeppni) Karlar: 70 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni) Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti í höggleik án forgjafar skal leika bráðabana. Ef keppendur eru Lesa meira
LEK: Katrín Herta Hafsteinsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Georg V Hannah, Rúnar Svanholt, Björgvin Elíasson og Páll Bjarnason sigruðu á 8. viðmiðunarmótinu á Flúðum
S.l. sunnudag nánar tiltekið 3. júní 2012 fór fram á Selsvelli á Flúðum, 8. viðmiðunarmót LEK. Það voru 114 keppendur sem luku leik. Sigurvegarar urðu sem hér segir: Konur 50+ 1. Katrín Herta Hafsteinsdóttir 41 punktur 2. María Málfríður Guðnadóttir 35 punktar 3. Eygló Geirdal Gísladóttir 34 punktar Besta skor án forgjafar: María Málfríður Guðnadóttir 75 högg Karlar 55+ 1. Georg V Hannah 35 punktar 2. Rúnar Svanholt 35 punktar 3. Ríkharður Hrafnkelsson 35 punktar 4. Daði Kolbeinsson 34 punktar 5. Sigurður Aðalsteinsson 34 punktar Besta skor án forgjafar: Rúnar Svanholt 74 högg Karlar 70+ 1. Björgvin Elíasson 34 punktar 2. Pétur Elíasson 33 punktar 3. Páll Bjarnason 32 punktar Lesa meira
PGA: Rickie Fowler valinn kylfingur maímánaðar á PGA – myndskeið
Rickie Fowler hefir komið fram með alveg nýja tísku sem sjá má endurspeglast m.a. á golfvöllum hér á landi þar sem kylfingar klæðast skærlitum appelsínugulum, aquamarín, bleikum eða eplagrænum klæðnaði frá Puma, sem Rickie hefir verið að auglýsa. Vinsældir eru eitt – en það er ekki nóg að vera snoppufríður í fallegum fötum! Það var bara eitt sem þennan frábæra kylfing sem Rickie Fowler er skorti fram til skamms tíma, en það var að sigra á PGA móti. Það gerðist nú í s.l. mánuði, nánar tiltekið 6. maí s.l. þegar Rickie sigraði á Wells Fargo mótinu, sem var fyrsti sigur hans á PGA. Það er því engin furða að hann Lesa meira
Erfiðustu Opnu bandarísku risamót í sögunni – myndasería
Hvaða US Open risamót eða Opna bandaríska upp á íslensku, er það erfiðasta í manna minnum? T.a.m. hvaða völlur sem þetta sögufræga risamót hefir verið haldið á skyldi nú hafa verið erfiðastur? Skyldi það vera Oakmont golfvöllurinn í Pittsburgh Pennsylvaníu þar sem US Open fór fram 1935? Sá sem vann var Sam Parks Jr. með sigurskor upp á samtals +15 yfir pari!!! En það eru ekki bara vellirnir sem gera mót erfið veðráttan hefir sitt að segja í golfinu. T.a.m. var US Open 1958 haldið á Southern Hills golfvellinum í Tulsa og fór hitinn alla mótsdaga ekki niður fyrir 40° C. Sigurskorið átti Tommy Bolt upp á samtals 283 högg, Lesa meira
Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (1. hluti af 3)
Fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR og Wake Forest, Cheyenne Woods er sem kunnugt er orðinn atvinnumaður í golfi og spilar í fyrsta móti sínu, sem slík, á morgun. Og Cheyenne ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, fyrsta mótið hennar sem atvinnumanns er risamót. Cheyenne sat fyrir svörum á blaðamannafundi, sem haldinn var fyrir mótið og fer fyrsti hlutinn af 3 í lauslegri þýðingu hér í kvöld: STJÓRNANDI FUNDAR: Við bjóðum velkominn boðsþega styrktaraðila Cheyenne Woods á Wegmans LPGA Championship 2012. Velkomin. CHEYENNE WOODS: Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur fyrir að bjóða mér. STJÓRNANDI FUNDAR: Þetta er í annað sinn sem þú ert hér í Rochester. Í fyrsta Lesa meira
Evróputúrinn: Magnus A. Carlson efstur á Nordea Masters eftir 1. dag
Í dag hófst á Bro Hof Slott, Nordea Masters mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Í 1. sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Magnus A. Carlsson, sem búinn er að vera ofarlega í mótum túrsins það sem af er ársins. Hann spilaði á 65 höggum, -7 undir pari. Carlsson fékk 8 fugla og 1 skolla. Öðru sætinu deila 4 kylfingar: Ignacio Garrido frá Spáni, Englendingarnir Richard Bland og Matthew Baldwin og enn annar „heimamaður“ Svíinn Peter Hanson. Til þess að sjá stöðuna á Nordea Masters eftir 1. dag smellið HÉR:








