Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 15:00

Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (2. hluti af 3 ) – Samskiptin við Tiger

Hér verður fram haldið með viðtal við Cheyenne Woods, frænku Tiger, sem spilar á sínu fyrsta móti sem atvinnumaður í dag – Wegmans LPGA Championship risamótinu. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir mótið og fer hér 2. hluti af 3, sá þegar blaðamenn beindu til hennar spurningum um samskipti hennar við frændann fræga, Tiger: STJÓRNANDI FUNDAR:  Þetta er stór vika fyrir Woods fjölskylduna. CHEYENNE WOODS:  Hún er það, já. STJÓRNANDI FUNDAR:  Þetta var fínn sigur hjá Tiger á sunnudaginn, horfðirðu á? CHEYENNE WOODS:   Ég gerði það. Auðvitað. Ég horfði á hann í sjónvarpinu. Það var virkilega spennandi að sjá hann þarna úti og koma aftur í Tiger stílnum sínum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 14:15

Evróputúrinn: Lee Westwood í forystu á 2. degi Nordea Masters

Það er nr. 3 í heiminum, Lee Westwood,  sem er sem stendur í 1. sæti á Nordea Masters í Svíþjóð.  Nokkrir eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er ritað (kl. 14:10), en að því að virðist aðeins einn sem gæti enn gert Lefty skráveifu þ.e. argentínski nýliðinn Emiliano Grillo, sem er að spila geysigott golf og er á -7 undir pari á 6. holu og á því enn 12 eftir óspilaðar og gæti með góðum hring vel komist yfir Lee. Lee Westwood átti engu að síður glæsihring í dag upp á 64 högg, þar sem hann spilaði skollafrítt og fékk 8 fugla.  Samtals er Lee á 132 höggum (68 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 14:00

EPD: Þórður Rafn í 24. sæti og Stefán Már í 36. sæti í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR, luku leik í morgun á Land Fleesensee Classic mótinu í Þýskalandi. Báðir spiluðu á tveimur undir pari í dag eða á  70 höggum. Þórður Rafn fékk 5 fugla í dag á hring sínum, 1 skolla og 1 skramba. Hann lauk keppni  á samtals 214 höggum (71 73 70) og deildi  24. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum. Stefán Már mátti þakka fyrir að komast í gegnum niðurskurð í gær. En í dag sýndi hann karakter og á sér allt aðra hlið. Frábært að geta rifið sig upp og gleymt gærdeginum, sem  óneitanlega skemmdi skorið hjá Stefáni Má.  Stefán Már lauk fékk 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steingrímur Walterson – 7. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Steingrímur Walterson. Steingrímur fæddist 7. júní 1971 og er því 41 árs í dag. Steingrímur er félagi í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ.   Hann hefir sigrað í  ýmsum opnum mótum það sem af er árs; varð m.a. í 1. sæti í punktakeppnishluta Þjarkamóts GKJ, 20. apríl s.l., auk þess að taka nándarverðlaunin bæði á 1. og 15. holu á Hlíðarvelli. Steingrímur er kvæntur Elínu Rósu Finnbogadóttur og eiga þau tvö börn. Komast  má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan Steingrímur Waltersson (41 árs) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Terry Gale, 7. júní 1946 (66 ára); Steven Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 11:00

GKJ: Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri fer fram nú um helgina – nokkrir rástímar lausir!

Annað Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið í Mosfellsbæ helgina 8. – 10. júní 2012. Golfmót Landsmótsins verður laugardaginn 9. júní og síðan púttmót sunnudaginn 10. júní. Spilað verður á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ hjá Golfklúbbnum Kili. Leikfyrirkomulag er höggleikur og punktakeppni. Mótið er flokkaskipt sem hér segir:Konur: 50 til 64 ára. Leika á rauðum teigum. (Höggleikur án forgjafar og Punktakeppni) Konur: 65 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni) Karlar: 50 til 69 ára. Leika á gulum teigum. (Höggleikur án forgjafar og Punktakeppni) Karlar: 70 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni) Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti í höggleik án forgjafar skal leika bráðabana. Ef keppendur eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 10:00

LEK: Katrín Herta Hafsteinsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Georg V Hannah, Rúnar Svanholt, Björgvin Elíasson og Páll Bjarnason sigruðu á 8. viðmiðunarmótinu á Flúðum

S.l. sunnudag nánar tiltekið 3. júní 2012 fór fram á Selsvelli á Flúðum, 8. viðmiðunarmót LEK. Það voru 114 keppendur sem luku leik. Sigurvegarar urðu sem hér segir: Konur 50+ 1. Katrín Herta Hafsteinsdóttir  41 punktur 2. María Málfríður Guðnadóttir 35 punktar 3. Eygló Geirdal Gísladóttir 34 punktar Besta skor án forgjafar: María Málfríður Guðnadóttir 75 högg Karlar 55+ 1. Georg V Hannah 35 punktar 2. Rúnar Svanholt 35 punktar 3. Ríkharður Hrafnkelsson 35 punktar 4. Daði Kolbeinsson 34 punktar 5. Sigurður Aðalsteinsson 34 punktar Besta skor án forgjafar: Rúnar Svanholt 74 högg Karlar 70+ 1. Björgvin Elíasson 34 punktar 2. Pétur Elíasson 33 punktar 3. Páll Bjarnason 32 punktar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 07:45

PGA: Rickie Fowler valinn kylfingur maímánaðar á PGA – myndskeið

Rickie Fowler hefir komið fram með alveg nýja tísku sem sjá má endurspeglast m.a. á golfvöllum hér á landi þar sem kylfingar klæðast skærlitum appelsínugulum, aquamarín, bleikum eða eplagrænum klæðnaði frá Puma, sem Rickie hefir verið að auglýsa. Vinsældir eru eitt – en það er ekki nóg að vera snoppufríður í fallegum fötum! Það var bara eitt sem þennan frábæra kylfing sem Rickie Fowler er skorti fram til skamms tíma, en það var að sigra á PGA móti. Það gerðist nú í s.l. mánuði, nánar tiltekið 6. maí s.l. þegar Rickie sigraði á Wells Fargo mótinu, sem var fyrsti sigur hans á PGA. Það er því engin furða að hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 07:00

Erfiðustu Opnu bandarísku risamót í sögunni – myndasería

Hvaða US Open risamót eða Opna bandaríska upp á íslensku, er það erfiðasta í manna minnum? T.a.m. hvaða völlur sem þetta sögufræga risamót hefir verið haldið á skyldi nú hafa verið erfiðastur?  Skyldi það vera Oakmont golfvöllurinn í Pittsburgh Pennsylvaníu þar sem US Open fór fram 1935?  Sá sem vann var Sam Parks Jr. með sigurskor upp á samtals +15 yfir pari!!! En það eru ekki bara vellirnir sem gera mót erfið veðráttan hefir sitt að segja í golfinu. T.a.m. var US Open 1958 haldið á Southern Hills golfvellinum í Tulsa og fór hitinn alla mótsdaga ekki niður fyrir 40° C.  Sigurskorið átti Tommy Bolt upp á samtals 283 högg, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 20:15

Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (1. hluti af 3)

Fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR og Wake Forest, Cheyenne Woods er sem kunnugt er orðinn atvinnumaður í golfi og spilar í fyrsta móti sínu, sem slík, á morgun. Og Cheyenne ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, fyrsta mótið hennar sem atvinnumanns er risamót. Cheyenne sat fyrir svörum á blaðamannafundi, sem haldinn var fyrir mótið og fer fyrsti hlutinn af 3 í lauslegri þýðingu hér í kvöld: STJÓRNANDI FUNDAR:   Við bjóðum velkominn boðsþega styrktaraðila Cheyenne Woods á Wegmans LPGA Championship 2012. Velkomin. CHEYENNE WOODS: Þakka ykkur fyrir.  Þakka ykkur fyrir að bjóða mér. STJÓRNANDI FUNDAR: Þetta er í annað sinn sem þú ert hér í Rochester.  Í fyrsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Magnus A. Carlson efstur á Nordea Masters eftir 1. dag

Í dag hófst á Bro Hof Slott, Nordea Masters mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Í 1. sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Magnus A. Carlsson, sem búinn er að vera ofarlega í mótum túrsins það sem af er ársins.  Hann spilaði á 65 höggum, -7 undir pari. Carlsson fékk 8 fugla og 1 skolla. Öðru sætinu deila 4 kylfingar: Ignacio Garrido frá Spáni, Englendingarnir Richard Bland og Matthew Baldwin og enn annar „heimamaður“ Svíinn Peter Hanson. Til þess að sjá stöðuna á Nordea Masters eftir 1. dag smellið HÉR: