Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 11:00

GKJ: Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri fer fram nú um helgina – nokkrir rástímar lausir!

Annað Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið í Mosfellsbæ helgina 8. – 10. júní 2012.

Golfmót Landsmótsins verður laugardaginn 9. júní og síðan púttmót sunnudaginn 10. júní. Spilað verður á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ hjá Golfklúbbnum Kili. Leikfyrirkomulag er höggleikur og punktakeppni.

Mótið er flokkaskipt sem hér segir:Konur: 50 til 64 ára. Leika á rauðum teigum. (Höggleikur án forgjafar og Punktakeppni)
Konur: 65 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni)
Karlar: 50 til 69 ára. Leika á gulum teigum. (Höggleikur án forgjafar og Punktakeppni)
Karlar: 70 ára og eldri. Leika á rauðum teigum. (Punktakeppni)

Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti í höggleik án forgjafar skal leika bráðabana. Ef keppendur eru jafnir í punktakeppni er talið til baka. Þannig að sá er ofar sem hefur fleiri punkta á seinni 9 holunum, ef enn er jafnt þá síðustu 6, því næst síðustu 3 og að lokum er síðasta holan borin saman. Dugi þetta ekki til sker hlutkesti úr um sæti.

Enn eru nokkrir rástímar lausir og má skrá sig með því að SMELLA HÉR:

Heimild: golf.is