Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 20:15

Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (1. hluti af 3)

Fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR og Wake Forest, Cheyenne Woods er sem kunnugt er orðinn atvinnumaður í golfi og spilar í fyrsta móti sínu, sem slík, á morgun. Og Cheyenne ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, fyrsta mótið hennar sem atvinnumanns er risamót. Cheyenne sat fyrir svörum á blaðamannafundi, sem haldinn var fyrir mótið og fer fyrsti hlutinn af 3 í lauslegri þýðingu hér í kvöld:

Cheyenne Woods

STJÓRNANDI FUNDAR:   Við bjóðum velkominn boðsþega styrktaraðila Cheyenne Woods á Wegmans LPGA Championship 2012. Velkomin.
CHEYENNE WOODS: Þakka ykkur fyrir.  Þakka ykkur fyrir að bjóða mér.

STJÓRNANDI FUNDAR: Þetta er í annað sinn sem þú ert hér í Rochester.  Í fyrsta sinn varstu hér sem áhugamaður. Þetta er í fyrsta sinn sem þú ert hér sem atvinnumaður. Hver er munurinn?
CHEYENNE WOODS:  Þetta er aðeins öðruvísi núna þegar þetta er starf mitt og ferill. Ég er virkilega spennt að vera hér og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að spila í þessari viku. Ég er spennt að þetta er fyrsta mótið mitt sem atvinnumanns, á stað þar sem ég var á fyrir tveimur árum.

STJÓRNANDI FUNDAR: Það eru aðeins nokkrar vikur síðan þú útskrifaðist frá Wake Forest.  Hvað er betra að klára skólann eða gerast atvinnukylfingur?  CHEYENNE WOODS:  Að klára skólann var virkilega fínt; að þurfa aldrei að skila inn ritgerð eða taka próf er góð tilfinning. Líka að verða atvinnumaður, það er frábært. Þetta er það sem mig hefir dreymt um alla ævi. Ég hef spilað golf síðan ég var 5 ára þannig að sú staðreynd að ég er nú atvinnumaður er ótrúleg.

STJÓRNANDI FUNDAR:  Með nokkurra daga millibili fékkstu undanþágu til að spila hér í boði styrktaraðila. Og síðan komustu í gegnum úrtöku fyrir U.S. Women’s Open; þannig að þetta eru í grundvallaratriðum tvö risamót innan tímarúms 48 klst.; talaðu aðeins um það.  CHEYENNE WOODS:  Þetta var frábært.  Það var mjög yfirþyrmandi að fara í úrtökumót fyrir The Open  vitandi að ég fengi að spila hér, það var svolítil pressa. En ég var tilbúin og undirbúin og bara spennt að fá tækifæri til að spila á the U.S. Open. Og síðan komst ég virkilega í gegnum niðurskurð.  Þannig að nú snýst allt um að spila hér og undirbúa sig fyrir The Open, sem fer fram eftir u.þ.b. mánuð.

Sp.    Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir lýst leik þínum aðeins. Hver er styrkur leiks þíns og hvað ertu að reyna að bæta? CHEYENNE WOODS:  Í augnablikinu er ég að vinna svolítið í boltaslættinum mínum. Þetta eru smáatriði hér og þar í sveilfunni. Púttin eru orðin miklu betri. Ég hef unnið mikið í þeim. Ég myndi segja að líklega væru þau einn af styrkleikum mínum.

STJÓRNANDI FUNDAR:  Talaðu bara aðeins um leik þinn í háskólagolfinu og síðan á stigi atvinnumannsins; hver heldur þú að sé mesta áskorunin fyrir þig, það sem þú þarft mest að einbeita þér að?
CHEYENNE WOODS:  Nú, ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þessi 4 ár í háskólagolfinu til þess að undirbúa mig fyrir mótaröðina. Að spila vel í hverri viku og þurfa að finna jafnvægi á námi og íþróttum, held ég hafi hjálpað mér að undirbúa mig fyrir þetta stig. Mesta umbreytingin hugsa ég sé að venjast fjölmiðlum. Áhorfendur hér eru frábærir. En, vitið þið, þetta er nokkuð sem ég hef þurft að fást við síðan ég var u.þ.b. 12 ára vegna ættarnafnsins Woods. Þannig að það er líka nokkuð sem ég er þakklát fyrir að hjálpa mér að undirbúa mig fyrir þetta stig líka.