Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Magnus A. Carlson efstur á Nordea Masters eftir 1. dag

Í dag hófst á Bro Hof Slott, Nordea Masters mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Í 1. sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Magnus A. Carlsson, sem búinn er að vera ofarlega í mótum túrsins það sem af er ársins.  Hann spilaði á 65 höggum, -7 undir pari. Carlsson fékk 8 fugla og 1 skolla.

Öðru sætinu deila 4 kylfingar: Ignacio Garrido frá Spáni, Englendingarnir Richard Bland og Matthew Baldwin og enn annar „heimamaður“ Svíinn Peter Hanson.

Til þess að sjá stöðuna á Nordea Masters eftir 1. dag smellið HÉR: