Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 18:15

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn komust í gegnum niðurskurð í Þýskalandi!

Nokkuð ljóst lá fyrir fyrr í dag að Þórður Rafn Gissurarson, GR, væri kominn í gegnum niðurskurð á Land Fleesensee Classic mótinu í Þýskalandi. Þórður Rafn er samtals á parinu, spilaði í gær á glæsilegu 71 höggi og var stöðugur í dag á 73 höggum. Þórður Rafn deilir 23. sæti með 6 öðrum. Meiri vafi var á því hvort Stefán Már Stefánsson, GR,  kæmist í gegn. Hann hélt öllum spenntum með því að vera undir niðurskurðarlínunni lengi vel og því mikil gleði þegar lokaniðurstaðan birtist um að niðurskurðurinn miðaðist við 3 yfir pari og Stefán Már þar með kominn í gegn. Stefán spilaði nefnilega á 76  höggum í dag en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 14:40

Golfbækur: „Golfboltahvísl“ eftir Lo Linkert

Lo Linkert Hilchenbach er þýsk-kanadískur kylfingur með 9 í forgjöf.  En hann er meira en það; hann getur teiknað af Guðs náð og er  alþjóðlegur skopmyndateiknari. T.a.m. gaf hann út í Þýskalandi fyrir 25 árum, þ.e. árið 1987, bókina „Golfballgeflüster“ sem myndi í lauslegri íslenskri þýðingu vera svo mikið sem  „Golfboltahvísl.“ Þetta er skemmtibók með 85 teikningum sem Lo tileinkaði golfboltum þ.e. allar teikningarnar eru af golfboltum.  Hann vildi teikna bókina til heiðurs þeim þúsundum golfboltum, sem höfðu  veitt honum svo mikla ánægju 20 árin þar á undan þ.e. frá árinu 1967 – Með bókinni þakkar hann þeim það, að hafa þrívegis farið holu í höggi, auk allra arnanna og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Veigar Margeirsson – 6. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Veigar Margeirsson.  Hann á afmæli 6. júní 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Veigar spilar golf í tómstundum, stundaði nám við þann góða háskóla University of Miami, en býr í Kaliforníu þar sem hann rekur eigið fyrirtæki. Veigar er kvæntur Sirrý og eiga þau 2 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Veigar Margeirsson (40 ára stórafmæli!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jock Hutchison, f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977 ….. og …… Baldur Baldursson (44 ára) Hinrik Hinriksson (22 ára) Prentsmiðjan Rúnir (26 ára ) Sjomenn Á Spáni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 13:00

Fannar Ingi í 21. sæti á US Kids Golf – European Championship eftir 1. dag í Skotlandi

Í  East Lothian í Skotlandi fer dagana 5.-7. júní fram mót í US Kids Golf þ.e. European Championship á Gullane nr. 2 vellinum.  Þátttakendur eru 46 unglingar víðs vegar að úr heiminum. Meðal þátttakenda er Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem er að gera góða hluti.  Í gær spilaði Fannar Ingi á 77 höggum og er sem stendur í 21. sæti ásamt 5 öðrum kylfingum.  Þess mætti geta að Fannar Ingi spilar á Unglingamótaröð Arion banka og er búinn að vera meðal efstu á þeim 2 mótum, sem af eru árs; Fannar Ingi varð í 2. sæti upp á Skaga og í 4. sæti að Hellishólum fyrir aðeins 3 dögum síðan. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 09:00

Kæresta Rory með nýja nærfatalínu

Hvað með það þó þetta sé á mörkunum með að vera frétt tengd golfi? Caroline Wozniacki, kæresta nr. 2 í golfheiminum Rory McIlroy tilkynnti á vefsíðu sinni í fyrradag SMELLIÐ HÉR:  að hún hefði hrundið úr vör sinni eigin nærfatalínu, sem mun fara í sölu um allan heim næstkomandi september. Nýja nærfatalínan heitir  This is Me.“, eða upp á íslensku „Þetta er ég“ og er unnin í samvinnu við leiðandi nærfataframleiðanda á Norðurlöndunum  JBS Underwear. Meðal þess sem gefur að finna í nýju línunni eru nærhöld, g-strengir, brjósthöld og nærbolir bæði í bómull og míkróefni. Á dagskrá hjá Wozniacki og JBS er að koma fram með nýjungar í línunni tvisvar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 07:00

LPGA: Wegmans risamótið hefst á morgun

Keppni í 2. risamóti ársins á dagskrá LPGA hefst á morgun í Locust Hill Country Club rétt fyrir utan Rochester, í New York. Þar munu nokkrir af sterkustu kvenkylfingum heims mætast í keppni, þ.á.m. nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng, nr. 5 á heimslistanum, norska frænka okkar Suzann Pettersen, frænka Tiger, Cheyenne Woods og nýliðinn ungi og frábæri á þessu keppnistímabili, sem þegar er komin í 21. sæti heimslistans, Lexi Thompson. Þær munu keppa um $ 2,5 milljónir enda Wegmans eitt það móta á keppnisdagskránni, þar sem verðlaunfé er hvað hæst í kvennagolfinu. Lexi Thompson birti myndina, sem fylgir fréttinni af sér og sagði við það tækifæri: „Going to pro-am Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2012 | 20:00

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn báðir í 15. sæti á Land Fleesensee Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson spiluðu báðir á -1 undir pari í dag á Land Fleesensee Classic mótinu, sem hófst í Fleesensee í Þýskalandi í dag. Stefán Rafn fékk 4 fugla og 3 skolla en Þórður Rafn 1 skramba, 2 skolla og 5 fugla.  Þeir félagar deila nú 15. sæti í mótinu ásamt 6 öðrum. Fjórir deila 1. sætinu, spiluðu á 67 höggum í dag og hafa 4 högg í forskot á Stefán Má og Þórð Rafn. Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Land Fleesensee Classic mótinu smellið HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum (14. grein af 21): Guillaume Cambis og Branden Grace

Í dag verða þeir Guillaume Cambis og Branden Grace  kynntir, en þeir komust í gegnum Q-school Evróputúrsins í Girona á Spáni, 10.-15. desember sl. Byrjum á Guillaume Cambis. Guillaume Cambis. Frakkinn Guillaume Cambis fæddist 3. júlí 1988 og er því 23 ára. Hann byrjaði að spila golf 3 ára þegar pabbi hans fór með hann í fyrsta sinn á golfvöllinn í Meaux sem er í norðausturhluta Parísar. Líkt og landar hans Grégory Havret, Charles-Edouard Russo og besti vinur hans Romain Wattel er hann í Bussy-St-Georges golfklúbbnum í útjaðri Parísar. Eftir að hafa tvívegis sigrað á Alps Tour 2011 og hafa orðið í efsta sæti stigalistans fór hann í Q-school og varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2012 | 16:30

GÍ: Anton Helgi Guðjónsson sigraði á Ísnum Sjómannadagsmóti

Anton Helgi Guðjónsson GÍ sigraði á sjómannadagsmóti, sem Ísinn ehf., efndi til um helgina á Tungudalsvelli, nánar tiltekin sunnudaginn 3. júní 2012. Keppt var í höggleik með og án forgjafar í karla-, kvenna- og unglingaflokki. Anton Helgi lauk keppni á 77 höggum, annar var Chatchai Photiya, GBO á 78 höggum og þriðji varð Janusz Duszak, úr GBO á 80 höggum. Bjarney Guðmundsdóttir, GÍ sigraði kvennaflokkinn án forgjafar á 94 höggum, en Guðrún Á. Stefánsdóttir og Anna Guðrún Sigurðardóttir, báðar úr GÍ, voru skammt undan. Í unglingaflokki sigraði Elías Ari Guðjónsson GÍ. Í höggleik með forgjöf sigraði Stefán Óli Magnússon úr GÍ með 69 högg í karlaflokki, og Guðrún Á. Stefánsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2012 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Massimo Scarpa – 5. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Massimo Scarpa. Massimo fæddist í Feneyjum,  5. júní 1970 er er því 42 ára í dag. Scarpa gerðist atvinnumaður í lok árs 1992 og því er hann búinn að vera atvinnumaður í golfi í 20 ára á þessu ári.  Árið 1992 rétt áður en hann gerðist atvinnumaður vann hann European Amateur. Massismo spilaði bæti á Evróputúrnum og á Áskorendamótaröðinni á árunum 1993-2006.  Hann vann 1 sinni á Evróputúrnum og 2 á Áskorendamótaröðinni. Hann vann líka Italian National Omnium þrisvar sinnum á árunum á milli 1998 og 2001. Hann var fulltrúi Ítalíu á Alfred Dunhill Cup  1999  þegar mótið fór fram á  St Andrews, og bar þar sigurorð af þreföldum Lesa meira