Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 07:00

Erfiðustu Opnu bandarísku risamót í sögunni – myndasería

Hvaða US Open risamót eða Opna bandaríska upp á íslensku, er það erfiðasta í manna minnum?

T.a.m. hvaða völlur sem þetta sögufræga risamót hefir verið haldið á skyldi nú hafa verið erfiðastur?  Skyldi það vera Oakmont golfvöllurinn í Pittsburgh Pennsylvaníu þar sem US Open fór fram 1935?  Sá sem vann var Sam Parks Jr. með sigurskor upp á samtals +15 yfir pari!!!

En það eru ekki bara vellirnir sem gera mót erfið veðráttan hefir sitt að segja í golfinu. T.a.m. var US Open 1958 haldið á Southern Hills golfvellinum í Tulsa og fór hitinn alla mótsdaga ekki niður fyrir 40° C.  Sigurskorið átti Tommy Bolt upp á samtals 283 högg, +3 yfir pari; Gary Player var í 2. sæti á +7 yfir pari og öll hin skorin voru tveggja stafa yfir pari.  Ótrúlegt á US Open þar sem bestu kylfingar heims, hvert sinn,hafa verið að keppa, en sýnir líka að eftir allt eru jafnvel þeir bestu bara mannlegir!!!

Golf Digest hefir tekið saman í máli og myndum 10 erfiðustu US Open risamótin að mati blaðamanna þeirra.

Til þess að sjá samantekt Golf Digest  yfir erfiðustu US Open í sögunni SMELLIÐ HÉR: