Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 15:00

Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (2. hluti af 3 ) – Samskiptin við Tiger

Hér verður fram haldið með viðtal við Cheyenne Woods, frænku Tiger, sem spilar á sínu fyrsta móti sem atvinnumaður í dag – Wegmans LPGA Championship risamótinu. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir mótið og fer hér 2. hluti af 3, sá þegar blaðamenn beindu til hennar spurningum um samskipti hennar við frændann fræga, Tiger:

Cheyenne Woods.

STJÓRNANDI FUNDAR:  Þetta er stór vika fyrir Woods fjölskylduna.
CHEYENNE WOODS:  Hún er það, já.

STJÓRNANDI FUNDAR:  Þetta var fínn sigur hjá Tiger á sunnudaginn, horfðirðu á?
CHEYENNE WOODS:   Ég gerði það. Auðvitað. Ég horfði á hann í sjónvarpinu. Það var virkilega spennandi að sjá hann þarna úti og koma aftur í Tiger stílnum sínum, sem er dóminerandi og koma aftur á síðustu stundu, það var gaman að horfa á.

Sp.    Fékkstu ráð hjá Tiger hvernig þú ættir að höndla þessa viku?
CHEYENNE WOODS:  Ég meina, hann hefir alltaf stutt mig og ég er þakklát fyrir það. Hann segir mér alltaf að að slá alla við (ens. to kick butt) Vitið þið Tiger er alltaf dóminerandi, þannig að þetta eru einu ráðin sem ég fæ frá honum.

Sp.   Ég var að tala við fyrrum kylfing í háskólagolfinu sem komst að því að eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum þá hefði hún elskað andrúmsloftið þar vegna þess að það dreifði huga hennar frá golfinu. Þegar hún var á Túrnum þá var þetta 24/7 dæmi. Það hljómar eins og þú sért reiðubúin í það.  Geturðu aðeins talað um hvernig umbreytingin hefir verið yfir í það að einbeita sér að lífinu núna.
CHEYENNE WOODS:  Já ég var virkilega spennt. Strax þegar ég útskrifaðist þá var þetta í fyrsta skipti í lífinu sem ég gat einbeitt mér eingöngu að golfinu. Það er enginn skóli lengur, sem var eiginlega til hliðar en ég varð að verja mikið af tíma mínum í. Á hverjum degi er bara golf núna. Og það að fara í ræktina. Ég er virkilega bara að einbeita mér að karíerunni. Þannig að ég hlakka bara til. Ég vona að ég geti vonandi haldið golfinu og frítíma mínum í jafnvægi eins og ég gerði í háskóla og haldið geðheilsu og látið þetta ekki verða of yfirþyrmandi.

Sp.    Þú skrifaðir undir samning við umboðsmann Tiger, var það stór ákvörðun í hverju þú ættir að vera í úti á velli eða var Nike alltaf val þitt? CHEYENNE WOODS: Ég hef haldið mig við Nike um skeið. Ég spilaði í Nike á háskólaárunum.   Wake Forest var Nike skóli þannig að ég var þakklát fyrir það og að hafa getað verið í Nike golffötum. Það er þægilegt að vera í Nike og þannig smellpassaði það bara.

Sp.    Hvernær skrifaðir þú undir samninga við þá (Nike)?  Ertu opinberlega á samningi hjá þeim?
CHEYENNE WOODS:  Við erum að vinna í því í augnablikinu, þannig að vonandi verður svo  innan skamms.

Sp.    Geturðu talað um hvað sé best við að vera frænka Tiger og hverjir erfiðleikarnir eru því fylgjandi?
CHEYENNE WOODS:  Ég myndi segja að það besta sé að hafa hann sem frænda og hafa hann þarna mér til stuðnings. Hann er augljóslega ótrúlegur kylfingur og að hafa hann þarna og vita að ég get leitað til hans þegar ég þarfnast hans er gott. Erfiðast myndi ég segja er að fást við væntingarnar til mín og pressunnar. En ég hef þurft að eiga við það um langt skeið og mér hefir einhvern veginn tekist að spila mitt golf. Það er aðallega það sem ég reyni að hugsa um, að spila mitt golf, gera mína eigin hluti og hafa ekki áhyggjur af því sem aðrir eru að hugsa.

Sp.  Tiger hætti í Stanford eftir 2 ára veru þar, ef ég hef ekki rangt fyrir mér. Íhugaðir þú nokkru sinni að hætta í skóla vegna þess að frændi þinn gerði það og snúa þér alfarið að golfi?
CHEYENNE WOODS:  Nei ég vissi það um leið og ég skráði mig í Wake Forest að ég myndi vera í 4 ár þar. Og það var svo sannarlega markmið mitt að hljóta menntun og fá prófgráðu. Þannig að ég er þakklát fyrir það. Það eru bara 3 vikur frá útskrift og ég er glöð að vera búin að fá gráðuna mína.

Sp.    Hvatti hann (Tiger) þig nokkurn tímann að vera (á Túrnum) eða vera þar ekki? CHEYENNE WOODS:  Nei, hann hefir alltaf stutt mig í því að fara mínar eigin leiðir, að velja mína leið og gera það sem mér finnst vera best fyrir mig.