Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 14:00

EPD: Þórður Rafn í 24. sæti og Stefán Már í 36. sæti í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR, luku leik í morgun á Land Fleesensee Classic mótinu í Þýskalandi.

Báðir spiluðu á tveimur undir pari í dag eða á  70 höggum.

Þórður Rafn fékk 5 fugla í dag á hring sínum, 1 skolla og 1 skramba. Hann lauk keppni  á samtals 214 höggum (71 73 70) og deildi  24. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum.

Stefán Már mátti þakka fyrir að komast í gegnum niðurskurð í gær. En í dag sýndi hann karakter og á sér allt aðra hlið. Frábært að geta rifið sig upp og gleymt gærdeginum, sem  óneitanlega skemmdi skorið hjá Stefáni Má.  Stefán Már lauk fékk 3 fugla og 3 skolla og glæsilegan örn á par-5 16. braut Fleesensee vallarins. Samtals spilaði Stefán Már á einum yfir pari, 217 höggum (71 76 70).  Hann lækkaði sig úr 43. sætinu sem hann var í í gær um 7 sæti niður í 36.sætið, sem hann deilir með 4 öðrum kylfingum.

Í 1. sætinu í mótinu varð Daninn Christian Baunsoe á samtals 16 undir pari (70 63 67).

Stefán Már og Þórður Rafn taka báðir  þátt í 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fer út í Eyjum nú um helgina.

Til þess að sjá lokastöðuna í Land Fleesensee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: