EPD: Þórður Rafn í 24. sæti og Stefán Már í 36. sæti í Þýskalandi
Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR, luku leik í morgun á Land Fleesensee Classic mótinu í Þýskalandi.
Báðir spiluðu á tveimur undir pari í dag eða á 70 höggum.
Þórður Rafn fékk 5 fugla í dag á hring sínum, 1 skolla og 1 skramba. Hann lauk keppni á samtals 214 höggum (71 73 70) og deildi 24. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum.
Stefán Már mátti þakka fyrir að komast í gegnum niðurskurð í gær. En í dag sýndi hann karakter og á sér allt aðra hlið. Frábært að geta rifið sig upp og gleymt gærdeginum, sem óneitanlega skemmdi skorið hjá Stefáni Má. Stefán Már lauk fékk 3 fugla og 3 skolla og glæsilegan örn á par-5 16. braut Fleesensee vallarins. Samtals spilaði Stefán Már á einum yfir pari, 217 höggum (71 76 70). Hann lækkaði sig úr 43. sætinu sem hann var í í gær um 7 sæti niður í 36.sætið, sem hann deilir með 4 öðrum kylfingum.
Í 1. sætinu í mótinu varð Daninn Christian Baunsoe á samtals 16 undir pari (70 63 67).
Stefán Már og Þórður Rafn taka báðir þátt í 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fer út í Eyjum nú um helgina.
Til þess að sjá lokastöðuna í Land Fleesensee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024