
EPD: Þórður Rafn í 24. sæti og Stefán Már í 36. sæti í Þýskalandi
Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR, luku leik í morgun á Land Fleesensee Classic mótinu í Þýskalandi.
Báðir spiluðu á tveimur undir pari í dag eða á 70 höggum.
Þórður Rafn fékk 5 fugla í dag á hring sínum, 1 skolla og 1 skramba. Hann lauk keppni á samtals 214 höggum (71 73 70) og deildi 24. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum.
Stefán Már mátti þakka fyrir að komast í gegnum niðurskurð í gær. En í dag sýndi hann karakter og á sér allt aðra hlið. Frábært að geta rifið sig upp og gleymt gærdeginum, sem óneitanlega skemmdi skorið hjá Stefáni Má. Stefán Már lauk fékk 3 fugla og 3 skolla og glæsilegan örn á par-5 16. braut Fleesensee vallarins. Samtals spilaði Stefán Már á einum yfir pari, 217 höggum (71 76 70). Hann lækkaði sig úr 43. sætinu sem hann var í í gær um 7 sæti niður í 36.sætið, sem hann deilir með 4 öðrum kylfingum.
Í 1. sætinu í mótinu varð Daninn Christian Baunsoe á samtals 16 undir pari (70 63 67).
Stefán Már og Þórður Rafn taka báðir þátt í 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fer út í Eyjum nú um helgina.
Til þess að sjá lokastöðuna í Land Fleesensee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster