Sigurpáll Geir Sveinsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 14:45

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir fæddist 12. júní 1975 og er því 37 ára í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sem m.a. sér um allt afreksstarf ásamt Björgvini Sigurbergssyni, hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Eins er Sigurpáll formaður PGA á Íslandi.

Sigurpáll Geir Sveinsson, GK, á ráðstefnu SÍGÍ, 24. febrúar 2012. Mynd: Golf 1.

Sigurpáll byrjaði í golfi árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis  Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni.  Árið 2003 gerðist Sigurpáll atvinnumaður.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

 
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mark Calcavecchia, 12. júní 1960 (52 ára); Matthew Nixon, 12. júní 1989  (23 ára)  …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is