
Eftirminnileg US Open augnablik nr. 3
Hér verður fram haldið með eftirminnileg augnablik frá liðnum US Open mótum.
5. US Open mótið 1992
Andy Dillard fékk fugl á fyrstu 6 holunum á US Open 1992 og fékk þar með bestu byrjun nokkurs keppanda í hvaða risamótanna 4 sem er, á Pebble Beach. Eftir 6 holur var hann kominn 6 undir par, þrátt fyrir að hafa reynt að sjá hákarlanna í sjónum á 6. braut. Hann missti 5 metra pútt á 7. braut og það var endirinn á þessari bestu byrjun í nokkru risamóti. Að missa 5 metra púttið á 7. flöt var bara byrjunin því hann spilaði líka verr í sífellu 68 70 79 og fékk 77 á lokahringnum og lauk keppni T-17, sem var eini topp-30 árangur hans á risamóti. En…. Dillard á metið fyrir bestu byrjun á US Open… og fyrir þær sakir bestu byrjunina í öllum risamótunum 4.
6. US Open mótið 1933
Johnny Goodman er síðasti áhugamaðurinn, sem vann US Open, en það gerðist í US Open mótinu 1933. Goodman fæddist í Nebraska og var tryggingasölumaður, einn 13 barna innflytjenda frá Litháen. Hann tók forystuna á North Shore, Glenview, Illinois, eftir 2. hring upp á 66 högg (en þ.á.m. chippaði hann beint í holu fyrir erni á 15. braut). Hann gaf forystuna aldrei af hendi þrátt fyrir að fá 76 á lokahringnum. Bandaríkjamaðurinn Ralph Guldahl var aðeins 1 höggi á eftir Goodman og varð að fá par á síðustu holuna til að jafna, en hitti ekki flöt og missti högg. Goodman, sem var 7 höggum á eftir Tommy Armour frá Edinburgh eftir 1. hring, er jafnframt síðasti áhugamaðurinn til þess að sigra á risamóti (hin 3 meðtalin).
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023