Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 11:00

Anaïs Maggetti á heimavelli á Deutsche Bank Ladies Swiss Open

Ekki á morgun heldur hinn, þ.e.a.s 14. júní n.k. hefst í Golf Gerre Losone í Ticino í Sviss, Deutsche Bank Ladies Swiss Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Meðal keppenda er hæst „rankaði“ svissneski kylfingurinn á LET (ens.: Ladies European Tour) Anaïs Maggetti og er hún því á heimavelli þessa vikuna.

Hún tók sér viku frí til þess að undirbúa sig fyrir mótið, sem hún hefir tekið þátt í 5 sinnum áður, en besti árangur hennar er 14. sætið árið 2010.

Hún tíar upp enn einu sinni í heimaklúbbi sínum Golf Gerre Losone, sem er hreiðraður milli ægifagurra dala við rætur svissnesku Alpanna í Ascona-Locarno, Ticino – sem er syðsta kantóna Sviss.

Hin 21 ára Anaïs býr aðeins í 5 mínútna fjarlægð frá golfvellinum, sem hún hefir spilað á næstum daglega frá því hann opnaði í september 2011.

„Það er alltaf gaman að spila heima vegna þess að allir klúbbfélagarnir ætla að koma og hvetja mig. Ég get sofið heima, sem er fínt. Ég er ánægð að vera hér að spila á heimavelli,“ sagði nýliðinn á LET, Maggetti sem hér eygir tækifæri að ná markmiði sínu fyrir árið að ná að vera meðal efstu 20.

Sú sem á titil að verja í ár er ítalska stúklan Diana Luna.

Að lokum Anaïs Maggetti prófíll/í stuttu máli:

Fædd; 9. desember 1990 í Losone í Sviss

Áhugamál: snjóborð, að horfa á íshokkí, tónlist, spila tennis

Besti árangur í golfinu Deutsche Bank Ladies Swiss Open: 14. sæti 2010; 22. sætið 2008 (besti árangur sem áhugamaður)

Twitter: @AnaisMaggetti

Opinberir styrktaraðilar:

Fatnaður: PUMA / COBRA

Gegnum LET: Titleist / FJ

Persónulegir styrktaraðilar: Swiss Golf Foundation, Swiss Golf Pro Supporter Club, Jaguar, Golf Gerre Losone.