
Andy Zhang 14 ára strákur tekur þátt í US Open í stað Paul Casey
Vikan var varla byrjuð og þegar eru þúsundir frétta og sagna sem hægt er að skrifa um US Open sem hefst nú á fimmtudaginn.
Þar er t.a.m. spennandi „endurkoma“ Tiger eftir glæstan sigur hans á Memorial; nýlegir sigrar Lee Westwood og Dustin Johnson. Tekst Lee nú loks að sigra á 1. risamótinu sínu, fyrst púttin eru öll að lagast hjá honum?
Hnignun og smáris Rory McIlroy í Memphis; Casey Martin sem spilar í Olympic Club 40 ára o.fl. o.fl.
En þetta er bara rétt byrjunin. Það er týpískt fyrir Opna bandaríska (ens.: US Open) að fram komi bragðmiklar fréttir rétt fyrir mótsbyrjun. Þessi er bara nokkuð sæt: 14 ára strákur tekur nú þátt í US Open.
Andy Zhang, sem er kínverskur í aðra röndina og er ekki orðinn nógu gamall til að keyra bíl, tekur þátt í einu af 4 risamótum í golfinu. Hann er sá yngsti í sögu US Open til að tía upp í mótinu eftir seinni heimstyrjöldina.
Zhang rétt missti af tryggu sæti í lokaúrtökumóti fyrir US Open eftir umspil, þar sem hann beið lægri hlut, fyrir skemmstu.
Andy Zhang komst inn í mótið eftir að Englendingurinn Paul Casey dró sig úr mótinu vegna ótilgreindra veikinda, sem þó má líklega rekja til snjóbrettaslyss Casey um jólin.
- apríl. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021
- apríl. 16. 2021 | 10:00 Tiger fjarlægði golfvöll
- apríl. 7. 2021 | 10:00 Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída