Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2012 | 07:00

Alvaro Quiros með albatross í Olympic Club

Alvaro Quiros heyrði hrópin en vissi ekki hvað hafði gerst. Eftir allt saman var hann of langt í burtu til að sjá hvað hafði gerst. Spánverjinn hafði tíað upp 288 yarda (264 metra) frá flagginu á par-4,  7. flötinni í gær. Boltinn rúllaði á upphækkaða flötina, rann niður hallann uppi á flötinni og féll ofan í holuna! Einstakur ás!!! Hrópin og köllin í áhorfendum voru svo hávær og endurómuðu um allan Olympic Club að maður gæti haldið að US Open hefði byrjað degi fyrr. „Við héldum að boltinn myndi fara meira á miðju flatarinnar. Allt í einu sjáum við fólkið standa,“ sagði Quiros. „Gonzalo (Fernandez-Castano) sagði, „Ég held að þú Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 22:30

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 5

9. US Open árið 1973 – Sam Snead nær niðurskurði 61 árs „Slammin’ Sam“ var elsti maður til að komast í gegnum niðurskurð á US Open móti, í Oakmont árið 1973, 61 árs og lauk keppni í 29. sæti. En þrátt fyrir frábæran árangur Snead á PGA – hann er sá kylfingur sem unnið hefir flest mót eða 82 talsins á PGA – þá var eins og álög hvíldu á honum þegar kom að US Open mótum, en honum tókst aldrei að sigra á einu einasta US Open, en varð 12 sinnum meðal 10 efstu. Árið 1939 í Philadelphiu í Pennsylvanía þurfti Snead aðeins að para loka par-5 brautina, en lauk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 21:30

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Þórð Rafn sigurvegara Egils Gulls mótsins í Eyjum

Þórður Rafn Gissurarson, GR, sigraði glæsilega á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012, Egils Gull mótinu úti í Eyjum s.l. helgi.  Af því tilefni  gaf Þórður Rafn sér tíma til að svara nokkrum spurningum Golf 1, þó hann væri að fara af landi brott til Düsseldorf í Þýskalandi, til þess að keppa á Schloß Moyland Golfresort Classic mótinu á EPD mótaröðinni, sem hefst 15. júní n.k. . Lengra viðtal við Þórð Rafn birtist n.k. helgi. Golf1: Fyrst nokkrar spurningar vegna sigurs þíns í Vestmannaeyjum: Hvað varstu að hugsa á 16. braut á lokahringnum þegar þú fékkst skrambann – hélstu að mótið væri tapað? Þórður Rafn: Ég hélt að Axel (Bóasson) væri ennþá að leiða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 20:30

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Berglindi Björnsdóttur sigurvegara Egils Gulls mótsins í Eyjum í kvennaflokki

Hér á eftir fer stutt viðtal við Berglindi Björnsdóttur, GR, sem sigraði svo glæsilega í kvennaflokki á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu úti í Vestmannaeyjum s.l. helgi. Berglind spilaði á +11 yfir pari, samtals á 221 höggi  (78 71 72); lék framúrskarandi vel og var mjög stöðug, ef eitthvað, sker fyrsti hringurinn sig úr, en þegar hann var leikinn var fremur hvasst, 15m/sek. Berglind er við nám og spilar golf með UNCG  (skammst. fyrir: University of North Carolina, Greensboro) og það er greinilegt að á þessu eina ári í North Carolina hefir Berglind tekið miklum framförum.  Þó aðstæður séu allt aðrar til golfleiks í Bandaríkjunum, en hér á landi, virtist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum (18. grein af 21): Richard Bland varð í 4. sæti í Q-school

Richard Bland fæddist í Burton upon Trent, Staffordshire, 3. febrúar 1973 og er því 39 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1996 og komst í lokaúrtökumótið í Q-school Evróputúrsins þegar árið 1997, en hlaut aðeins kortið á Áskorendamótaröðina fyrir keppnistímabilið 1998. Árið 2001 vann hann í fyrsta sinn á Áskorendamótaröðinni á lokamóti keppnistímabilsins, Challenge Tour Grand Final. Með sigrinum fór hann upp stigatöfluna og hlaut kortið sitt í fyrsta sinn á Evrópumótaröðina, fyrir keppnistímabilið 2002. Árangur Bland á nýliðaári hans var nokkur en hann lauk árinu í 73. sæti á stigalistanum og var besti árangurinn T-2 niðurstaða á eftir  Søren Hansen á Murphy’s Irish Open eftir umspil. Hann náði ekki að vinna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 16:00

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 4

7. US Open mótið 1993 – Sandy Lyle fer holu í höggi Sandy Lyle sigraði á Opna breska og Masters en var aldrei nálægt því að sigra á US Open. Besti árangur hans var 16. sætið á Hazeltine in 1991. Tveimur árum síðar á Baltusrol, setti hann niður 206 yarda teighögg sitt á 12. braut á lokahringum. Hola í höggi á US Open!!! Um það sagði Lyle: „Í raun var ég nálægt því að slá draumahöggið tvívegis á innan við klukkustund á lokahringnum. Ég setti niður með 5-járni á 12., mér til mikillar gleði og sló síðan í pinnann á 16.“ Þetta var viðburðaríkt mót fyrir Lyle, sem líka varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 14:30

Arnór Ingi lék best á 27 holu æfingamóti fyrir undankeppni EM karlalandsliða

Undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða fer fram á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, boðaði tíu kylfinga til æfinga á Hvaleyrarvelli í gær þar sem leiknar voru 27 holur. Þar sem um mánuður er í mótið þótti við hæfi að kalla saman hóp kylfinga sem koma til greina í íslenska landsliðshópinn og spreyta sig á Hvaleyrarvelli. Slegið var upp móti og veitt verðlaun fyrir besta skor á 27 holum. Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR lék best allra en hann lék holurnar 27 á samtals tveimur höggum undir pari. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr Keili léku báðir á samtals pari. Þeir kylfingar sem voru í æfingahópnum á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 14:00

GKS: Framkvæmdaleyfi veitt til byggingar nýs golfvallar í Hólsdal – Edwin Roald kynnir framkvæmdir í golfskálanum kl. 18:00

Umhverfis- og tækninefnd Fjallabyggðar hefir gefið út framkvæmdaleyfi vegna nýs golfvallar í Hólsdal. Leyfið var veitt með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, sem kemur saman á fundi í dag, 13. júní. Aðstandendur verkefnisins fögnuðu áfanganum 8. júní s.l., þegar brautryðjendurnir Ólafur Kárason og Ingvar Hreinsson, formaður GKS, slógu upphafshögg á væntanlegri 1. braut hins nýja vallar. Edwin Roald, golfvallararkítekt, verður með kynningu á framkvæmdunum við nýja völlinn kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hóli, á Siglufirði í kvöld kl. 18:00. Eftir kynninguna verður ræst af stað í mót nr. 2 í Rauðkumótaröðinni. Heimildir: www.gks.fjallabyggd.is &  www.sksiglo.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2012

Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og því 17 ára í dag. Særós Eva er í afrekskylfingahóp GSÍ og spilar í ár bæði á Eimskipsmótaröðinni á Unglingamótaröð Arion banka. Hún hefir staðið sig vel á báðum mótaröðum sérstaklega Unglingamótaröðinni, en þar varð hún m.a. í 2. sæti nú nýverið í mótinu að Hellishólum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Særós Eva Óskarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006;   Richard McEvoy, 13. júní 1979 (33 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 11:00

Rory lýst vel á titilvörnina á US Open

Rory McIlroy segir að sér lítist vel á titilvörnina á US Open í San Francisco.  Rory var ekki búinn að komast í gegnum niðurskurð 3 mót í röð, þar til hann loks varð jafn öðrum í 7. sæti á St. Jude Classic um síðustu helgi. „Það er gott að ég er loks ánægður með leik minn – mér fannst ég bara loks ná áfanga í síðustu viku,“ sagði McIlroy. „Ég hef aldrei dregið í efa getu mína, allir fara í gegnum tímabil þar sem þeir spila ekki eins vel og þeir vildu.“  Síðan bætti hann við: „Ég er aftur farinn að spila ágætis golf og ég er spenntur fyrir fimmtudeginum Lesa meira