
Eftirminnileg US Open augnablik nr. 2
Hér verður fram haldið að segja frá eftirminnilegum augnablikum á US Open liðinna ára:
3. US Open mótið 1908
Það er eftirminnilegt m.a. fyrir þær sakir að Ernie Way týndi bolta á flöt. Í Myopia, í Massachusetts, púttaði Way svolítið of fast…. og týndi bolta sínum. Alex Ross, Skotinn sem sigraði árinu áður við örlítið hagstæðari aðstæður í Philadelphia Cricket Club sagði svo frá: „„Þeir voru með holustaðsetningarnar þar sem þeir vissu að erfiðast væri að koma boltanum í holu. Mike Brady púttaði 9 sinnum á einni holu og Ernie (Way) púttaði svolítið of fast og boltinn rúllaði fram af flötinni og í mýri. Hann fann boltann aldrei aftur. Hann er líklega eini kylfingurinn til að týna bolta sínum eftir að pútta á flöt.“
4. US Open mótið 1898
JD Tucker var með skor upp á 157 högg. Árið 1898 fór US Open líka fram á 9-holu Myopia golfvellinum. Þar var Tucker með skor sem samsvaraði meira en tvöföldu skori á fyrsta hring sínum. Hann bætti skorið um 57 högg á seinni hring, en gat ekki „breakað“ 100. Hann dró sig þegjandi og hljóðalaust úr mótinu. En… Tucker á þetta met á US Open, sem ólíklegt er að slegið verði á næstunni!
- apríl. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021
- apríl. 16. 2021 | 10:00 Tiger fjarlægði golfvöll
- apríl. 7. 2021 | 10:00 Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída