
Eftirminnileg US Open augnablik nr. 1
Í þessari viku hefst US Open risamótið í The Olympic Club í San Francisco í Bandaríkjunum. Það fór fyrst fram 1895 og það var Horace Rawlins, sem vann fyrsta mótið.
Ætlunin er að rifja upp nokkur eftirminnileg augnablik á fyrri US Open risamótum, en af nógu er að taka, þar sem þau hafa 116 sinnum farið fram. Verða þessar stuttu greinar birtar nokkrum sinnum á degi hverjum fram að því að 117. mótið hefst í San Francisco í þessari viku. Hefjum upprifjunina á eftirminnilegum augnablikum á liðnum US Open mótum:
1. US Open mótið 2004
Sjöunda brautin var hreint og beint helvísk á lokadegi Shinnecock Hills. Holan var ómöguleg. Billy Mayfair átti 6 metra fuglapútt en sá boltann renna í sandglompuna til vinstri. Þegar hann setti niður fyrir skolla lyfti hann upp hendurnar eins og sigurvegari. Það var þá sem eftirlitsmenn bandaríska golfsambandsins fjarlægðu flaggið til þess að gefa næsta holli Peter Lonard frá Ástralíu og Bandríkjamanninum John Rollins merki um að spila ekki. Ákvörðun hafði verið tekin um að vökva flötina – nokkuð sem leiddi til endalausra ásakana um að flatirnar hefðu verið auðveldari fyrir þá, sem fóru seinna út.
2. US Open mótið 1913
Francis Ouimet sigraði mótið í fyrstu tilraun sinni, 1913. Meistari áhugamanna, hinn 20 ára Quimet, frá Massachusetts fékk boð á síðustu stundu að taka þátt í US Open í Brookline Massachusetts – svo seint kom boðið að hann réði 11 ára strák, Eddie Lowery til þess að bera pokann sinn. Quimet hóf lokahringinn ásamt Harry Vardon og Ted Ray, sem voru breskar golfsúperstjörnur síns tíma og var jafn þeim að hring loknum; þeir voru allir á 79. Búist var við að hann myndi láta í minni pokann í umspilinu, sem fram fór í kjölfarið, en í stað þess lauk hann 18 holu umspilinu á glæsilegum 72 höggum meðan Vardon var á 77 og Ray á 78. Quimet er enn eini kylfingurinn, sem sigrað hefir US Open í fyrstu tilraun.
Skrifuð hefir verið bók um afrek Quimet og Lowery, fræg stytta reist þeim til heiðurs í Brookline, Massachusetts auk þess sem kvikmynd var gerð, byggð á bókinni og er hún uppáhaldskvikmynd margs golfáhugamannsins, enda fjallar hún í raun um upphaf golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum: „The Greatest Game Ever Played.“
Heimild: Telegraph.co.uk
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster