
Eftirminnileg US Open augnablik nr. 5
9. US Open árið 1973 – Sam Snead nær niðurskurði 61 árs
„Slammin’ Sam“ var elsti maður til að komast í gegnum niðurskurð á US Open móti, í Oakmont árið 1973, 61 árs og lauk keppni í 29. sæti. En þrátt fyrir frábæran árangur Snead á PGA – hann er sá kylfingur sem unnið hefir flest mót eða 82 talsins á PGA – þá var eins og álög hvíldu á honum þegar kom að US Open mótum, en honum tókst aldrei að sigra á einu einasta US Open, en varð 12 sinnum meðal 10 efstu. Árið 1939 í Philadelphiu í Pennsylvanía þurfti Snead aðeins að para loka par-5 brautina, en lauk við hana á 8 höggum; í St. Louis, Missouri, árið 1947 missti hann innan við 1 meters pútt í umspili, þar sem hann tapaði með 1 höggi. Aðrir heldri menn, sem náð hafa niðurskurði er Jack Nicklaus (sem vann 73 mót á PGA) en hann náði niðurskurði árið 1998 á US Open, þegar hann var 58 ára.
10. US Open árið 1993 – Sá sem leiddi eftir 1. hring komst ekki í gegnum niðurskurð
Það voru 3 menn sem leiddu eftir 1. hring US Open á Baltusrol árið 1993, á 66 höggum hver; Ástralinn Craig Parry og Bandaríkjamennirnir Scott Hoch og Joey Sindelar. En Sindelar var allt annað en öruggur á 2. hring, hann hrapaði niður í 79 högg á 2. hring og komst ekki í gegnum niðurskurð. (Þetta var svipað og kom fyrir Ástralann Rod Pampling á Opna breska í Carnoustie, árið 1999). Parry og Hoch entust fram á sunnudag en voru þó 5 og 6 höggum á eftir þeim sem að lokum vann mótið; Lee Janzen.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023