Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2012 | 07:00

Alvaro Quiros með albatross í Olympic Club

Alvaro Quiros heyrði hrópin en vissi ekki hvað hafði gerst.

Eftir allt saman var hann of langt í burtu til að sjá hvað hafði gerst.

Spánverjinn hafði tíað upp 288 yarda (264 metra) frá flagginu á par-4,  7. flötinni í gær. Boltinn rúllaði á upphækkaða flötina, rann niður hallann uppi á flötinni og féll ofan í holuna! Einstakur ás!!!

Hrópin og köllin í áhorfendum voru svo hávær og endurómuðu um allan Olympic Club að maður gæti haldið að US Open hefði byrjað degi fyrr.

„Við héldum að boltinn myndi fara meira á miðju flatarinnar. Allt í einu sjáum við fólkið standa,“ sagði Quiros.

„Gonzalo (Fernandez-Castano) sagði, „Ég held að þú hafir sett hann niður,“ Og ég sagði „Nei, hugsanlega hitti hann bara flaggið.“ Og svo byrjuðum við að ganga í áttina að pinnanum og fólkið fór að öskra aftur. Ég sagði: „OK, kannski.“ Þegar við komum nær að flöt var fólk farið að óska mér til hamingju og þá gerði ég mér grein fyrir að ég hafði fengið albatross.“

Quiros ætlaði upphaflega bara að taka 3-tré en kaddýinn sannfærði hann um að taka dræver – „fullkomnu kylfuna“ sagði hann, á síðustu stundu. Hann veifaði til aðdáendanna og bar hönd upp að skyggninu í kveðjuskyni, fór upp á flöt, tók boltann úr holunni og henti henni í áhorfendaskarann.  Quiros er ekki mikið fyrir að geyma boltann sem minjagrip!!!

Jafnvel fyrir Spánverjann, 29 ára,(Quiros), sem af mörgum er álitinn mesta sleggja heims, þá er hola-í-höggi á par-4 braut sjaldgæf. Quiros sagði að hann hefði bara fengið 4 aðra ása og hann hefði líka fengið albatross á par-5u í Argentínu, árið 2003.

Hver er eina slæma hlið þess að fá þennan ás á par-4 holuna? Jú, hann kom á æfingahring!