Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 14:00

GKS: Framkvæmdaleyfi veitt til byggingar nýs golfvallar í Hólsdal – Edwin Roald kynnir framkvæmdir í golfskálanum kl. 18:00

Umhverfis- og tækninefnd Fjallabyggðar hefir gefið út framkvæmdaleyfi vegna nýs golfvallar í Hólsdal. Leyfið var veitt með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, sem kemur saman á fundi í dag, 13. júní.

Aðstandendur verkefnisins fögnuðu áfanganum 8. júní s.l., þegar brautryðjendurnir Ólafur Kárason og Ingvar Hreinsson, formaður GKS, slógu upphafshögg á væntanlegri 1. braut hins nýja vallar.

Edwin Roald, golfvallararkítekt, verður með kynningu á framkvæmdunum við nýja völlinn kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hóli, á Siglufirði í kvöld kl. 18:00.

Eftir kynninguna verður ræst af stað í mót nr. 2 í Rauðkumótaröðinni.

Heimildir: www.gks.fjallabyggd.is &  www.sksiglo.is