Arnór Ingi lék best á 27 holu æfingamóti fyrir undankeppni EM karlalandsliða
Undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða fer fram á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, boðaði tíu kylfinga til æfinga á Hvaleyrarvelli í gær þar sem leiknar voru 27 holur. Þar sem um mánuður er í mótið þótti við hæfi að kalla saman hóp kylfinga sem koma til greina í íslenska landsliðshópinn og spreyta sig á Hvaleyrarvelli.
Slegið var upp móti og veitt verðlaun fyrir besta skor á 27 holum. Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR lék best allra en hann lék holurnar 27 á samtals tveimur höggum undir pari. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr Keili léku báðir á samtals pari.
Þeir kylfingar sem voru í æfingahópnum á Hvaleyrarvelli í gær voru eftirfarandi:
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR
Haraldur Franklín Magnús, GR
Rúnar Arnórsson, GK
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
Andri Þór Björnsson, GR
Andri Már Óskarsson, GHR
Arnar Snær Hákonarson, GR
Axel Bóasson, GK
Guðjón Henning Hilmarsson, GKG
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum og Kristján Þór Einarsson úr Keili fengu einnig boð í æfingahópinn en voru fjarri góðu gamni vegna verkefna erlendis. Þeir leika á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer í næstu viku.
Verðlaun voru veitt fyrir besta skor:
1. Arnór Ingi 71-34; -2
2.-3. Haraldur Franklín 69-38; par
2.-3. Rúnar Arnórsson 73-34; par
Verðlaun veitt fyrir tölfræði:
Flestar hittar brautir: Arnór Ingi 61%
Flatir í tilætluðum höggafjölda: Arnór Ingi og Rúnar: 71%
Fæst pútt á flötum hittum í tilætluðum höggafjölda: Haraldur Franklín 1,65
Scrambling (bjarga pari eftir missta flöt): Arnór Ingi: 93%
Auk Íslands keppa Belgía, England, Holland, Portúgal, Rússland, Rúmenía, Slóvakía og Serbía í mótinu. Þrjár efstu þjóðirnar komast áfram í aðalkeppnina.
Heimild: GSÍ (myndir og texti)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024