
Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Berglindi Björnsdóttur sigurvegara Egils Gulls mótsins í Eyjum í kvennaflokki
Hér á eftir fer stutt viðtal við Berglindi Björnsdóttur, GR, sem sigraði svo glæsilega í kvennaflokki á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu úti í Vestmannaeyjum s.l. helgi. Berglind spilaði á +11 yfir pari, samtals á 221 höggi (78 71 72); lék framúrskarandi vel og var mjög stöðug, ef eitthvað, sker fyrsti hringurinn sig úr, en þegar hann var leikinn var fremur hvasst, 15m/sek.
Berglind er við nám og spilar golf með UNCG (skammst. fyrir: University of North Carolina, Greensboro) og það er greinilegt að á þessu eina ári í North Carolina hefir Berglind tekið miklum framförum. Þó aðstæður séu allt aðrar til golfleiks í Bandaríkjunum, en hér á landi, virtist það hafa lítil áhrif á Berglindi. Hér er á ferðinni kylfingur, sem er í einu orði: frábær!
Þeir eru e.t.v. færri sem muna það að Berglind varð Íslandsmeistari í höggleik í unglingaflokki árið 2005…. einmitt úti í Vestmannaeyjum! Það og fleira skemmtilegt kemur fram í lengra viðtali við Berglindi, sem birtist n.k. helgi. Hér fara aðeins nokkrar spurningar sem lagðar voru fyrir sigurvegann á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum í kvennaflokki, Berglindi Björnsdóttur, að móti loknu:
Golf 1: Er þetta fyrsti sigurinn á Eimskipsmótaröðinni?
Berglind: Já þetta er fyrsti sigurinn á Eimskipsmótaröðinni. Besti árangurinn fram að því á Mótaröðinni var 2. sætið á Egils Gull mótinu á Hellu árið 2010, sem ég deildi með Nínu Björk (Geirsdóttur, GKJ). Sunna (Víðisdóttir, GR) vann mótið á Hellu.
Golf 1: Hvernig var tilfinningin að sigra?
Berglind: Hún var mjög góð. Ég bjóst ekkert við þessu.
Golf 1: Nú varstu að spila mjög stöðugt golf um helgina, en fyrsti hringurinn sker sig svolítið úr – var vindurinn erfiður?
Berglind: Já þetta var erfitt á fyrsta hringnum. Hann var stífur, vindurinn.
Golf 1: Hvað gerir þú þegar þú lendir í svona hvassviðri?
Berglind: Ég hef vanið mig á að það sé ekki vandamál heldur verkefni, sem leysa þarf úr. Það getur líka verið gaman að spila í öðruvísi aðstæðum. Maður þarf að komast í gegnum þetta og það þýðir ekkert að kvarta.
Golf 1: Hvað telur þú öðru fremur hafa orðið til þess að þú vannst mótið?
Berglind: Æfingarnar. En síðan var ég líka að fá mér nýjan pútter. Svo var það hugarfarið. Ég var aldrei að hugsa um að berjast við að vinna, ég var aðallega að hugsa um að spila minn eiginn leik – halda mér einbeittri og spá ekki í neinni stöðu. Ég var ekki í neinu rugli, leikurinn var stöðugur og púttin voru að detta, þó þetta hafi ekki verið fullkomið. Ég fór eftir leikskipulaginu og það var að virka. Þetta fór eins og ég hafði hugsað mér það, mér til mikillar ánægju.
Golf 1: Hvernig pútter varstu að fá þér?
Berglind: Nike Method. Hann var að virka. Púttin voru að detta sérstaklega á seinni hringjunum.
Golf 1: Ætlar þú að taka þátt í næsta móti á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsmótinu í holukeppni? – og svona í lokin hvort kanntu betur við, holukeppni eða höggleik?
Berglind: Já, ég verð með á næsta móti. Ég hef alltaf verið hrifnari af holukeppni, en höggleik – það felst bara í orðunum, mér finnst holukeppni vera meiri keppni og mér finnst gaman að keppa.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023