Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 16:00

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 4

7. US Open mótið 1993 – Sandy Lyle fer holu í höggi
Sandy Lyle sigraði á Opna breska og Masters en var aldrei nálægt því að sigra á US Open. Besti árangur hans var 16. sætið á Hazeltine in 1991. Tveimur árum síðar á Baltusrol, setti hann niður 206 yarda teighögg sitt á 12. braut á lokahringum. Hola í höggi á US Open!!! Um það sagði Lyle: „Í raun var ég nálægt því að slá draumahöggið tvívegis á innan við klukkustund á lokahringnum. Ég setti niður með 5-járni á 12., mér til mikillar gleði og sló síðan í pinnann á 16.“ Þetta var viðburðaríkt mót fyrir Lyle, sem líka varð sá fyrsti til þess að ná inn á í 2 höggum á 630 yarda skrímslinu þ.e. á 17. brautinni.

8. US Open mótið 1905 – Willie Anderson var sá fyrsti til að sigra US Open 4 sinnum

Willie Anderson var eins og svo margir frábærir kylfingar síns tíma fæddur í Berwick í Skotlandi. Hann vann fyrir sér sem atvinnukylfingur í Bandaríkjunum og vann US Open 4 sinnum á 5 árum – eftir að lyfta verðlaunagripnum 1901, vann hann mótið á einstæðan hátt 3 ár í röð frá 1903-1905. Á Baltusrol 1903 vann hann eftir umspil við David Brown, landa sinn.  Hann átti 2 högg á Brown. Eftir sigur í Glen View 1904, í bænum Golf í Cook County, Illinois, náði hann þrennunni á Myopia golfvellinum 1905 og er eftirminnilegt andartak þegar hann fullur sjálfsöryggis hrópaði „That’s the championship!“ eftir að hafa sett niður langt pútt á 4. holu á 3. hring. Anderson fékk  $200 fyrir hvern sigur sinn (Svolítill munur á verðlaunafé í dag því Rory McIlroy fékk meira en $1,4 fyrir sigur sinn á US Open í fyrra). Aðeins Bobby Jones, Ben Hogan og Jack Nicklaus hefir síðan tekist að jafna met Willie Anderson um að sigra á fjórum 4!!!! US Open risamótum.