PGA: Lee á 73, Rory á 77 og Luke á 79 höggum eftir 1. dag US Open
Holli efstu manna á heimslistanum gekk ekkert betur en flestum öðrum á 1. degi US Open. Nr. 1 í heiminum, Luke Donald, átti sérlega erfiðan dag, svona höggstuttur og svo var hans rómaða stutta spila ekki að ganga upp í dag. Alls spilaði Luke á 79 höggum, fékk 9 skolla og ekki einn einasta fugl! Hann var á sama skori og strákurinn 14 ára, yngsti keppandi US Open, Andy Zhang. Rory spilaði á +7 yfir pari, fékk 8 skolla og 1 fugl og spilaði því á samtals 77 höggum. Lee Westwood spilaði best af topptríóinu á 73 höggum, 3 yfir pari. Hann byrjaði strax illa á 1. holu, þegar hann Lesa meira
PGA: Andy Zhang yngsti keppandi á US Open í ár spilaði á 79 höggum á 1. hring
Andy Zhang viðurkenndi að hann hefði verið mjög taugaóstyrkur þegar hann bjó sig undir að slá 1. högg sitt á US Open fyrr í gær. „Ég hugsaði bara, gerðu það ekki vera með 100 yarda slice af 1. teig og ég titraði svo mikið,“ sagði hinn 14 ára Zhang. „En ég sló frábært högg.“ Því miður var það hápunktur á 1. holu hjá Zhang, sem er sá yngsti til að keppa á US Open (eftir 2. heimstyrjöld). Hann lauk 1. holu með þreföldum skolla, þetta var martraðarbyrjun og ekki batnaði það – hann var á 8 yfir pari eftir fyrstu 5 holurnar. „Ég hugsaði ekki mjög mikið,“ sagði Zhang. „Félagi Lesa meira
PGA: Tiger að spila vel var á 69 – Bubba á 78 og Phil á 76 höggum á 1. hring US Open
Nú hefir „Tiger-hollið“ lokið leik á 1. degi US Open. Tiger Woods spilaði vel var á 69 höggum, -1 undir pari. Tiger fékk 3 fugla og 2 skolla á hring, sem gaman var að fylgjast með honum spila. Í stuttu viðtali við Tiger, sem tekið var eftir 1. hring sagðist hann hafa verið ánægður með allt í leik sínum í dag, en þeim í hollinu hefði komið á óvart hversu hraðar flatirnar voru og hversu boltinn skoppaði mikið eftir brautunum (þ.e. brautirnar voru það sem enskir kalla „springy“), jafnvel enn meir en á æfingahringnum í gær. Þeir Bubba Watson og Phil Mickelson spiluðu síður. Bubba var á +8 yfir pari Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jason Bohn?
Nú er 2. risamótið árið 2012 hafið, US Open og hafa margir eflaust beðið með óþreyju eftir því. En svona á fyrstu klukkustundunum þá er nafn efst á skortöflunni, sem ekki hefir sést þar lengi Jason Bohn. Hann er sá eini sem spilað hefir undir pari á fyrri 9. Já, þetta er ekta US Open, maður sér þá bestu í vandræðum og fá hvern skollann á fætur öðrum og missa af púttum, sem virðast auðpúttanleg…. en auðvitað er ekki allt sem sýnist. En sá, sem er að spila betur en nokkur annar er Jason Bohn. Man nokkur eftir honum? Hver er kylfingurinn? Jason Duehn Bohn fæddist 24. apríl 1973 í Lesa meira
LET: Rebecca Artis leiðir á Opna svissneska
Það er ástralska stúlkan Rebecca Artis, sem leiðir á Deutsche Bank Ladies Swiss Open eða Opna svissneska upp á íslensku. Artis spilaði á -8 undir pari 64 höggum og jafnvel þó nokkrar eigi eftir að ljúka leik þegar þetta er ritað (kl. 15: 15), þá er ólíklegt að nokkur eigi eftir að fara fram úr þessari „nýju“ áströlsku stúlku. Á hringnum fékk Rebecca Artis 1 örn, 8 fugla og 2 skolla. Til þess að fylgjast með stöðunni á á Deutsche Bank Ladies Swiss Open á 1. degi mótsins SMELLIÐ HÉR:
FORSKOT – Afrekssjóður kylfinga stofnaður 14. júní 2012
Í dag er stór stund fyrir íslenska kylfinga, þegar tilkynnt er um stofnun Afrekssjóðs í þeirra nafni, sem hlotið hefur nafnið FORSKOT. Stofnendur sjóðsins eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, ativnnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. Golf verður aftur keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2016 eftir rúmlega 100 ára hlé. Sjóðurinn styður íslenska kylfinga til að þeir geti náð því markmiði að komast á Ólympíuleikanna, en til þess verða þeir að ná árangri á Evrópsku mótaröðinni eða PGA mótaröðinni. Sjóðurinn mun beina sjónum sínum að tveimur til fimm Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Oddgeir Þór Gunnarsson – 14. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Oddgeir Þór Gunnarsson. Oddgeir Þór er fæddur 14. júní 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!! Oddgeir Þór er frekar þekktur fyrir að vera mikill hlaupari, en hann er líka golfáhugamaður. Oddgeir eftir hlaup í New York Road Runners. Oddgeir Þór er kvæntur Karen Ósk Gunnarsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfings til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Oddgeir Þór Gunnarsson (40 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. 28. desember 2011. Japönsk golfgoðsögn; Catherine Rita Panton-Lewis, 14. júní 1955 (57 ára); Stéphanie Arricau, 14. júní 1973 (39 ára); Christine Song, 14. júní Lesa meira
Eftirminnileg US Open augnablik nr. 6
11. US Open mótið 1964. Þetta var endurkomuár Ken Venturi og hann krýndi það með sigri á US Open 1964. Venturi er annars best þekktur fyrir að eyðileggja fyrir sér mikla forystu, sem hann hafði á the Masters árið 1956, meðan hann var enn áhugamaður. Og svo rétt missti hann af sigri 1958 og reyndar 1960, líka. Eftir þetta hófst slæmur kafli á golfferli Kaliforníubúans (Venturi) og ekki bætti úr skák að hann var hrjáður af bakverk og besta skeiðið virtist að baki. Á Congressional, árið 1964, hins vegar, kom hann sjálfum sér á óvart, með að sigra, eftir að hann hafði verið að hugsa um að hætta keppni vegna Lesa meira
Myndir frá æfingahringjum fyrir US Open og myndskeið um kargann í Olympic Club
Í dag hefst veislan í Olympic Club, 2. risamót ársins hjá karlkylfingunum, 117. US Open. Karginn í The Olympic Club gefur forverum sínum, á öðrum völlum, sem US Open hefir farið fram ekkert eftir. Karginn refsar og verður sífellt þyngri eftir því hversu miklu skeikar að brautin sé hitt. Gaman að sjá að það eru 4-5 þyngdarstig á karga allt eftir hversu mikið til hliðar við braut slegið er. Til þess að sjá myndskeið um kargann á Olympic Club í San Francisco þar sem US Open hefst í dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá myndir frá æfingahring heimsins bestu kylfinga í Olympic Club í gær SMELLIÐ HÉR:
GR: Ný 1. braut og nýjar staðarreglur á Korpunni
Þegar Golf 1 mætti á Korpuna í fyrradag, þriðjudaginn 12. júní 2012, var í óða önn verið að lagfæra teiga á nýju par-5, 1. braut Korpunnar. Brautin liggur í átt á ánni Korpu og styttir verulega gönguleiðina yfir á næsta teig 2. brautar. Nú er úr sögunni að þurfa að fara yfir götu heldur er gengið undir brú að næsta teig. Mikið lendingarsvæði verður fyrir teighögg af nýju 1. teigunum, þegar búið er að fullklára þá. Högglengri kylfingar eiga samt í erfiðleikum með að komast á flöt í tveimur höggum því 7 glompur verja flöt og svo er áin Korpa líka sem reikna þarf með. Það er því áhættusamt 2. Lesa meira










