Unglingamótaröð Arion banka (3) í Korpu: Ísak fór holu höggi!!! – myndasería
Í dag, 15. júní var leikinn fyrri hringur á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka. Mótið fór fram í Korpunni hjá Golfklúbb Reykjavíkur og tóku 135 unglingar þátt. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR og Sunna Víðisdóttir voru á besta skorinu; Kristinn Reyr var á parinu, 72 höggum og Sunna á 78 höggum. Meðal þess fréttnæmasta var að Ísak Jasonarson, GK, sem spilar í flokki 17-18 ára pilta fór holu í höggi á 6. holu. Golf 1 óskar Ísak innilega til hamingju með draumahöggið!!! Sjá má myndaseríu frá fyrri degi 3. móts í Unglingamótaröð Arion banka hér: UNGLINGAMÓT ARION BANKA (3) Á KORPU 15. JÚNÍ 2012
Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpu – fyrri dagur – 15. júní 2012
Viðtalið: Þórður Rafn Gissurarson, GR
Þórður Rafn Gissurarson er aldeilis að spila glæsilegt golf þessa dagana. Um síðustu helgi sigraði hann í Vestamanneyjum á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu. Í gær fékk hann úthlutað styrk úr nýstofnuðum sjóði afrekskylfinga, Forskoti.. og í dag er hann í 3. sæti af 128 keppendum á sterku móti EPD-mótaraðarinnar, Schloß Moyland Golfresort Classic, í Bedburg-Hau, í Þýskalandi. Hér fer viðtal við Þórð Rafn: Fullt nafn: Þórður Rafn Gissurarson. Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Kiðjabergs. Hvar og hvenær fæddistu? 8.september 1987, í Reykjavík. Hvar ertu alinn upp? Í Seljahverfinu. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Báðir foreldrar mínir spila golf en systkinin eru of upptekin sem stendur Lesa meira
Unglingamótaröð Arion banka (3): Úrslit eftir fyrri dag á Korpunni
Í dag hófst á Korpunni, 3. mót á Unglingamótaröð Arion banka. Þátttakendur eru 135. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR, í flokki 15-16 ára drengja var á besta skorinu, sléttu pari, 72 höggum. Helstu úrslit eftir fyrri dag mótsins á Korpunni eru eftirfarandi: Flokkur 14 ára og yngri stelpna: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 22 F 45 43 88 16 88 88 16 2 Eva Karen Björnsdóttir GR 17 F 45 44 89 17 89 89 17 3 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 19 F 41 49 90 18 90 90 18 4 Thelma Sveinsdóttir GK Lesa meira
EPD: Þórður Rafn í 3. sæti á Schloß Moyland Golfresort Classic eftir 1. dag!!!
Í dag hófst Schloß Moyland Golfresort Classic mótið í Bedburg-Hau, í Þýskalandi Mótið er hluti EPD-mótaraðarinnar þýsku. Þátttakendur eru 128 og þ.á.m Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR. Þórður Rafn átti glæsihring, spilaði á -2 undir pari, þ.e. 70 höggum og var einn af 12 sem spiluðu undir pari í dag. Hann deilir 3. sæti með 3 öðrum. Stórglæsilegt hjá Þórði Rafni!!! Stefáni Má gekk ekki alveg eins vel. Hann var á sama skori og Luke Donald í gær, 79 höggum, eða +7 yfir pari og verður að hafa sig allan við á morgun ætli hann sér að komast í gegnum niðurskurð. Hann deilir 87. sæti ásamt 8 Lesa meira
Sólskinstúrinn: Erasmus leiðir eftir 1. dag Indo Zambia – Bank Zambía Open 2012
Í Lusaka Golf Club í Zambíu hófst í gær Indo Zambía – Bank Zambía Open 2012, en mótið er hluti af Sólskinstúrnum. Það voru 3 í forystu í gær eftir 1. dag mótsins: Chris Erasmus, Andrew Curlewis og Anthony Michael en allir eru þeir frá Suður-Afríku og spiluðu á 68 höggum. Í dag er spilaður 2. hringurinn og af þremenningunum í forystunni er Erasmus í forystunni er einn í 1. sæti á samtals -8 undir pari eftir 2 spilaði hringi. Michael er 1 höggi á eftir og Curlewis á eftir að koma inn. Til þess að sjá stöðuna á Indo Zambía – Bank Zambía Open 2012 SMELLIÐ HÉR:
Asíutúrinn: Miguel Tabuena frá Filippseyjum leiðir eftir 1. dag Queens Cup
Í gær hófst í Santiburi Samui Country Club, í Koh Samui, í Surat Thani í Thaílandi Queens Cup. Mótið stendur dagana 14.-17. júní. Eftir 1. hring leiðir ungur 17 ára Filippseyingur, Miguel Tabuena. Hann spilaði Santiburi golfvöllinn á -4 undir pari, eða 67 höggum. Efsta sætinu deildi hann með heimamanninum Boonchu Ruangkit, sem líka spilaði á 67 höggum. Í 2. sæti var m.a. „John Daly“ Asíutúrsins, Kiradech Aphibarnrat. Kiradech deildi 2. sætinu með BAEK Seuk-hyun frá Suður-Kóreu, en báðir voru þeir á 68 höggum.
Fimm íslenskir unglingar til Finnlands
Fimm ungir og efnilegir íslenskir kylfingar munu taka þá í Finnska meistaramóti unglinga sem fram fer 27.-29. júní næstkomandi. Leikið verður í tveimur aldursflokkum; drengir og telpur, 16 ára og yngri og strákar og stelpur, 14 ára og yngri. Leikið verður á Cooke vellinum í Vierumaki sem er um 100 km fjarlægð frá Helsinki. Finnski atvinnukylfingurinn Mikko Ilonen stendur að mótinu en hann á að baki tvo sigra á Evrópumótaröðinni. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá íslensku kylfinga sem munu leika í mótinu og þeir eru eftirfarandi: 96-97 drengir: Gísli Sveinbergsson GK 96-97 telpur: Ragnhildur Kristinsdóttir GR 98 strákar: Henning Darri Þórðarson GK Einstaklingskeppni: 96-97 drengir Birgir Björn Magnússon GK Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Justin Leonard – 15. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Justin Leonard. Justin fæddist í Dallas, Texas 15. júní 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Justin hefir sigrað 14 sinnum á PGA Tour og frægastur er hann e.t.v. fyrir að sigra á Opna breska 1997. Leonard er kvæntur og á 2 dætur og 1 son. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Matt McQuillan, (kanadískur kylfingur) 15. júní 1981 (31 árs); Richie Ramsey (Evróputúrinn – skoskur) 15. júní 1983 (29 ára); Momoko Ueda, 15. júní 1986 (26 ára) …. og ….. Rakel Þorbergsdóttir (41 árs) Hreyfing Heilsulind (26 ára) Súfistinn Kaffihús (18 ára) Salthússmarkaður Á Lesa meira
PGA: Michael Thompson leiðir á US Open eftir 1. dag
Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson leiðir eftir 1. dag US Open 2012. Hann spilaði 1. hring á -4 undir pari, glæsilegum 66 höggum á erfiðum golfvellinum á The Olympic Club í San Francisco. Hann fékk alls 7 fugla (á 3.; 7. og 9. braut á fyrri 9 og á 11.; 12.; 14. og 18. braut á seinni 9) og 3 skolla (á 1.; 5. og 6. braut á fyrri 9). Eftir hringinn sagði Michael að sér hefði tekist að halda sér „rólegum og afslöppuðum“ á hringnum. Þessi viðkunnanlegi 27 ára kylfingur (Thompson) sagði eftir hringinn: „Þetta er 3. risamótið sem ég hef fengið að spila í núna,“ Thompson spilaði í Masters 2008 Lesa meira








