Hver er kylfingurinn: Jason Bohn?
Nú er 2. risamótið árið 2012 hafið, US Open og hafa margir eflaust beðið með óþreyju eftir því.
En svona á fyrstu klukkustundunum þá er nafn efst á skortöflunni, sem ekki hefir sést þar lengi Jason Bohn. Hann er sá eini sem spilað hefir undir pari á fyrri 9. Já, þetta er ekta US Open, maður sér þá bestu í vandræðum og fá hvern skollann á fætur öðrum og missa af púttum, sem virðast auðpúttanleg…. en auðvitað er ekki allt sem sýnist. En sá, sem er að spila betur en nokkur annar er Jason Bohn. Man nokkur eftir honum? Hver er kylfingurinn?
Jason Duehn Bohn fæddist 24. apríl 1973 í Lewisburg, Pennsylvaníu og er því 39 ára. Hann veit það eflaust ekki en hann á sama afmælisdag upp á ár og Lee Westwood! Hann útskrifaðist frá University of Alabama árið 1995, með gráðu í fjármálum (ens. finance). Fyrir 20 árum síðan, árið 1992, þegar Bohn var á 2. ári í Alabama háskóla og spilaði með golfliðinu þar, þá spilaði hann sér til gamans í góðgerðarmóti í Tuscaloosa og fór holu í höggi og vann $1 milljón. Bohn hætti þá þegar sem áhugamaður og afþakkaði golfskólastyrkinn, sem hann var búinn að fá, hætti í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi.
Bohn spilaði bæði á kanadíska túrnum og á Nationwide Tour áður en hann komst á PGA Tour, en á þeim túr hefir hann spilað frá árinu 2004. Árið 2005 vann hann fyrri af 2 PGA Tour sigrum sínum, B.C. Open. Sem atvinnumaður hefir hann sigrað á 5 mótum, 1 sinni á Nationwide Tour og 2 sinnum á öðrum mótum. Hann hlaut $866,786 í verðlaunafé á túrnum, 2008, sem dugði fyrir kortinu á PGA fyrir keppnistímabilið 2009, þar sem hann náði 123. sætinu.
Árið 2009 tapaði Bohn í umspili á Wyndham Championship ásamt, Kevin Stadler, en þeir báðir töpuðu fyrir Ryan Moore og voru T-2.
Í apríl 2010 vann Bohn 2. sigur sinn á PGA Tour Zürich Classic of New Orleans og fékk fugl á 3 af síðustu 4 holunum og átti 2 högg á næsta keppanda.
Jason Bohn hefir aldrei sigrað á risamóti og spurning hvort hann heldur áfram því sem hann er að gera í dag á US Open, en þá gæti vel verið að hann stæði uppi sem sigurvegari!
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024