Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2012 | 15:30

LET: Rebecca Artis leiðir á Opna svissneska

Það er ástralska stúlkan Rebecca Artis, sem leiðir á Deutsche Bank Ladies Swiss Open eða Opna svissneska upp á íslensku.  Artis spilaði á -8 undir pari 64 höggum og jafnvel þó nokkrar eigi eftir að ljúka leik þegar þetta er ritað (kl. 15: 15), þá er ólíklegt að nokkur eigi eftir að fara fram úr þessari „nýju“ áströlsku stúlku.  Á hringnum fékk Rebecca Artis 1 örn, 8 fugla og 2 skolla.

Til þess að fylgjast með stöðunni á á Deutsche Bank Ladies Swiss Open á 1. degi mótsins SMELLIÐ HÉR: