Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2012 | 02:00

PGA: Andy Zhang yngsti keppandi á US Open í ár spilaði á 79 höggum á 1. hring

Andy Zhang viðurkenndi að hann hefði verið mjög taugaóstyrkur þegar hann bjó sig undir að slá 1. högg sitt á US Open fyrr í gær.

„Ég hugsaði bara, gerðu það ekki vera með 100 yarda slice af 1. teig og ég titraði svo mikið,“ sagði hinn 14 ára Zhang. „En ég sló frábært högg.“

Því miður var það hápunktur á 1. holu hjá Zhang, sem er sá yngsti til að keppa á US Open (eftir 2. heimstyrjöld).  Hann lauk 1. holu með þreföldum skolla, þetta var martraðarbyrjun og ekki batnaði það – hann var á 8 yfir pari eftir fyrstu 5 holurnar.

„Ég hugsaði ekki mjög mikið,“ sagði Zhang. „Félagi minn Chris (Gold, kaddýinn hans) kom og sagði mér að slappa af. Hann sagði þrefaldur skolli á 1. holu, ég meina þetta er US Open og það er ekki hægt að búast við of mikilu.“

Zhang, sem hlaut þátttökurétt í US Open bara núna á mánudaginn, þegar Paul Casey dró sig úr mótinu vegna axlarmeiðsla, lauk hringnum á 79 höggum og fékk m.a. fugl á 18 holunni. Það þýðir að hann var á 1 yfir pari á síðari 13 holum sínum – þar sem han bætti við 2 fuglum, skolla og skramba.

„Þetta var virkilega erfitt,“ sagði hinn óvenjurólegi Zhang. „Ég sló boltann ekki sérlega vel en púttin voru í lagi. En völlurinn er virkilega erfiður. Þannig að ég er sáttur við það sem ég fékk í dag… í það minnsta „breakaði“ ég 80.“

Zhang fæddist í Peking, en hefir s.l. 4 ár búið í Flórída þar sem hann er í golfi í David Leadbetter Golf Academy. Hann hefir aðeins verið á 1 PGA móti en í dag spilaði hann við  Mark Wilson, sem sigraði á Humana Challenge fyrr á árinu og  Hiroyuki Fujita, sem er 13-faldur sigurvegari á japanska túrnum. Wilson var á 76  höggum og Fujita á  75 höggum.

„Allir í hollinu mínu voru á betra skori en ég,“ sagði Zhang. „Mér líkaði hvernig þeir slógu úr karganum, strategían þegar þeir slógu úr röffinu og þegar þeir lögðu upp og chippuðu, það er margt sem ég lærði í dag.“

Zhang var stoltur af því hvernig hann spilaði eftir erfiða byrjun og hann telur að frammistaða hans muni bara styrkja hann í framtíðinni.

„Þetta er nokkuð sem ég get bara ekki lært á unglingamótunum,“ sagði Zhang. „Þegar ég byrja illa á unglingamótunum get ég unnið það upp og lokið mótið á 1 yfir pari eða á pari. Ekki hér. Ekki í the Olympic Club. En mér tókst að vera rólegur og ég er ánægður með það.“

Zhang  er líkta stoltur af stuðningnum sem hann fékk frá áhorfendum, sem og leikmönnum á borð við Tiger Woods, Rory McIlory og sigurvegara  Masters í ár, Bubba Watson, sem spiluðu æfingahring með honum á þriðjudaginn. Zhang vonast til að sér gangi betur á morgun, en mest af öllu vill hann bara njóta reynslunnar.

„Ég hef aldrei spilað völl eins og þennan áður,“ sagði Zhang. „Greenin eru bara ótrúleg. Allt, t.d. röffið er ómögulegt að chippa úr. Ég veit ekki hvernig þeir ná að spila á -4 undir pari hér; eins og Michael Thompson, það er bara ótrúlegt.“

Sem betur fer, fer Zhang seint út á morgun. Táningurinn fer út kl. 16:36 ET (þ.e. kl. 20: 36 að íslenskum tíma), þannig ða hann getur séð sitt elskaða lið Miami Heat leika á móti Oklahoma City Thunder í 2. leik NBA úrslitanna. Thunders eru (sem stendur) í forystu  1-0.

„Þeir verða að sigra,“ sagði Zhang. „Þeir verða. Þeir geta ekki látið þetta fara 2-0. Nei. Nei.“ Einhver sagði að LeBron James (öðru nafni King-James, körfuboltakappi Miami Heat). Einhver stakk upp á að King-James þyrfti á góðum leik að halda og þá sagði Zhang „Já, einmitt, ég var á 79 höggum og hann (King-James) verður að setja niður 79 stig!“

[Innskot: Zhang hefir góðan smekk á körfuboltaliðum!!! …. og allt eins víst að við eigum eftir að heyra meira af honum í framtíðinni!!!]

Heimild: PGA Tour