GR: Ný 1. braut og nýjar staðarreglur á Korpunni
Þegar Golf 1 mætti á Korpuna í fyrradag, þriðjudaginn 12. júní 2012, var í óða önn verið að lagfæra teiga á nýju par-5, 1. braut Korpunnar. Brautin liggur í átt á ánni Korpu og styttir verulega gönguleiðina yfir á næsta teig 2. brautar. Nú er úr sögunni að þurfa að fara yfir götu heldur er gengið undir brú að næsta teig.
Mikið lendingarsvæði verður fyrir teighögg af nýju 1. teigunum, þegar búið er að fullklára þá. Högglengri kylfingar eiga samt í erfiðleikum með að komast á flöt í tveimur höggum því 7 glompur verja flöt og svo er áin Korpa líka sem reikna þarf með. Það er því áhættusamt 2. höggið ætli högglengri kylfingar sér inn á flöt í tveimur höggum, en það ásamt öðru gerir brautina að sérlega skemmtilegi upphafbraut.
Í fyrradag, þriðjudaginn 12. júní 2012 voru jafnframt teknar í gildi nýjar staðarreglur á Korpúlfsstaðarvelli. Þær eru eftirfarandi:
Staðarreglur
1. Vallarmörk eru girðingar og hvítar stikur. Á 2. – 3. holu markar steinkantur á malbikaðum vegi (Korpúlfsstaðavegur) vinstra megin brautar vallarmörk. Á 4.-6. og 8. holu markar malbikaður gangstígur hægra megin brautar vallarmörk. Á 7. holu marka hvítir hælar og malbikaður gangstígur vallarmörk. Á 9. holu markar malbikaður stígur vinstra megin brautar og vegur hægra megin brautar vallarmörk. Á 12. holu markar malbikaður stígur hægra megin vallarmörk Ávallt skal miða við þá brún malbiksins sem liggur nær vellinum.
2. Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið, fjarlægðahælar, vökvunarkerfi, hælar sem merkja legu þess, lok á ræsum og allar girðingar sem stýra umferð og eru settar upp til að verja svæði eru óhreyfanlegar hindranir (Regla 24-2).
3. Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir (Regla 24-1).
4. Nýtyrfð svæði á leið eru grund í aðgerð (GÍA) þaðan sem leikur er bannaður. Lausn samkvæmt reglu 25-1b(i) eða nota fallreit þar sem það á við. Ath. Sjálfar glompurnar eru ekki grund í aðgerð (GÍA).
5. Bolta sem liggur á snöggslegnu svæði á holu 1, má merkja, lyfta og hreinsa og leggja aftur innan kylfulengdar frá upphaflegri legu en ekki nær holu og ekki í torfæru eða á flöt. Bolti sem þannig er lagður er í leik og honum má ekki lyfta aftur. (Regla 20-4)
6. Lendi bolti í vatnstorfæru á 13. braut, má láta bolta falla í þar til gerðan fallreit, vinstra megin við vatnstorfæruna, gegn einu vítahöggi. Boltann má ekki láta falla aftur stöðvist hann innan tveggja kylfulengda frá staðnum þar sem hann fyrst snerti fallreitinn, jafnvel þótt hann stöðvist nær holu eða utan fallreitsins.
7. Rafeindarbúnarður til fjarlægðarmælinga, s.s. GPS og Laser, er leyfður samkvæmt heimild í úrskurði 14-3/0.5 í Decisions of the Rules on Golf 2006-2007. Ef á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, leikmaður notar tæki sem er hannað til að mæla eða meta aðrar aðstæður sem geta haft áhrif á leik hans svo sem halla, vindhraða, hitastig osfrv er leikmaður brotlegur við Reglu 14-3 en víti fyrir það er frávísun á tillits til hvort slík viðbótarhlutverk tækisins voru hagnýtt í raun.
Víti fyrir brot á staðarreglu:
Holukeppni: holutap
Höggleikur: 2 högg
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024