Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2012 | 11:00

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 6

11. US Open mótið 1964.

Ken Venturi fagnar sigri á US Open 1964.

Þetta var endurkomuár Ken Venturi og hann krýndi það með sigri á US Open 1964.  Venturi er annars best þekktur fyrir að eyðileggja fyrir sér mikla forystu, sem hann hafði á the Masters árið 1956, meðan hann var enn áhugamaður. Og svo rétt missti hann af sigri 1958 og reyndar 1960, líka. Eftir þetta hófst slæmur kafli á golfferli Kaliforníubúans (Venturi) og ekki bætti úr skák að hann var hrjáður af bakverk og besta skeiðið virtist að baki. Á Congressional, árið 1964, hins vegar, kom hann sjálfum sér á óvart, með að sigra, eftir að hann hafði verið að hugsa um að hætta keppni vegna slæmrar byrjunar á úrtökumótunum.  Forystumaðurinn Tommy Jacobs missti forystuna lokadaginn og var á 76 höggum á sjóðandi heitum deginum (næsta ár lét US Open loks af þeirri venju að allir yrðu að spila 36 holur lokadaginn). Venturi „grillaði“ fyrri 9, var á 30 höggum og var á leiðinni að ná 66 höggum í 3. sinn, en varð að yfirvinna vökvatap á seinni 9. Hann náði sjálfum sér nægilega vel á strik til að klára á 70 höggum og sigraði með 4 högga mun á næsta mann.

 12. US Open mótið 1972

Jack Nicklaus á US Open 1972.

Jack Nicklaus vann Crampton enn eitt skiptið 1972. Ástralinn Bruce Crampton var einn af stöðugustu kylfingum síns tíma… en vann aldrei risamót…. en því er aðallega einum manni um að kenna…. Jack Nicklaus.  
Árið 1972 varð Crampton í 2. sæti á eftir Nicklaus í the Master, var á 73 höggum lokahringinn og í Pebble Beach tveimur mánuðum síðar var leikurinn endurtekinn: Crampton var 1 höggi á eftir Nicklaus fyrir lokahringinn og átti möguleika á 1. sigri sínum eftir að Jack lauk hringnum á 74 höggum. En dagurinn var villtur og vindasamur og 74 eins og kom í ljós var eitt af besta skori dagsins. Crampton kom inn á 76 höggum og varð aftur í 2. sæti!!!