Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2012 | 18:15

Evróputúrinn: BMW International Open byrjar á morgun – loksins vann Kaymer!

Martin Kaymer vann opnunarsýningarmót í gær, en með því hófst árlegt BMW International Open mótið á Golf Club Gut Lärchenhof, formlega í Þýskalandi.

Þjóðverjinn (Kaymer) hlaut 18 punkta í gærkvöldi og tryggði sér þar með sigur í sýningamótinu.

Kaymer, sigraði sjálft BMW International Open mótið síðast 2008. Í ár taka m.a. þátt  Sergio Garcia, John Daly, Miguel Angel Jiménez, Paul Casey og sá kylfingur sem á titil að verja Pablo Larrazábal. Það voru líka þessir 6 sem voru í sýningarmótinu og urðu að spila 9 holur af höggleik auk þess að ljúka 3 golfþrautum á 18. flöt.

Kaymer var á skori upp á 6 undir pari, eftir holurnar 9 og fékk auk þess 5 stig fyrir golfþrautirnar.

Í dag gátu áhorfendur fylgst aftur með Kaymer á BMW International Open, en í dag fór fram Pro-Am mótið og spilaði Kaymer í holli með BMW aksturskappanum Bruno Spengler og þýsku knattspyrnustjörnunum René Adler og Andreas Möller.

Heimild: europeantour.com