Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2012 | 20:30

Smá golfgrín: Hættulegt að spila golf með eiginkonunni?

Kylfingur vaknar á sjúkrahúsi úr dauðadái.  Við rúmið stendur læknirinn hans og segir: „Gott að þér skuli líða betur”! En ég verð einfaldlega að spyrja þig: „Þú varst með svo mörg beinbrot, stór glóðaraugu, marbletti um allan líkamann, og sprungið milta. Hvar lentirðu í svona stórslag – á einhverjum skemmtistað???”

Kylfingurinn hristi höfuðið. „Nei, þetta gerðist þegar ég var að spila golf með konunni minni. Við vorum á gríðarlega erfiðri holu og slógum bæði boltunum okkar á nærliggjandi beitiland kúa. Við leituðum bæði að boltunum okkar og þá sé ég glitta í eitthvað hvítt í afturenda einnar kýrinnar. Ég labba því að henni, lyfti upp halanum og sé þá pikkfast í afturenda kýrinnar, golfbolta með merki konunnar minnar.  Ánægður sný ég mér að konunni minni enn haldandi upp halanum á kúnni og hrópa: „Hey, hann lítur út alveg eins og þinn!!! Hvað svo gerðist veit ég ekki!!!”