Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2012 | 10:30

Nick Faldo útnefndur Ambassador of Golf 2012

Frægðarhallarkylfingurinn Sir Nick Faldo hefir verið útnefndur Ambassador of Golf 2012 af Northern Ohio Golf Charities. Ambassador of Golf  viðurkenningin er árlega veitt þeim kylfingi sem hefir tekið íþróttina á alþjóðlegt svið og sem hefir látið sér annt um aðra utan golfvallarins.

Nick Faldur hefir sigrað á 39 mótum víðs vegar um heiminn, þ.á.m. á 6 risamótum og tók þar að auki þátt í 11 Ryder bikarskeppnum í röð.  Hann var 98 vikur nr. 1 á heimsilstanum. Hann er talinn besti kylfingurinn í sögu Bretlands af sumum. Utan vallar hefir Faldo gegnt stöðu golfskýranda fyrir sjónvarpsstöðvarnar CBS og Golf Channel og hann er þátttakandi í 50 verkefnum, sem tengjast Faldo Design og Faldo Series er orðin að leiðandi mótaröð ungra, framagjarnra kylfinga.  Faldo mun veita viðurkenningu móttöku við athöfn í  Firestone Country Club, 1. ágúst n.k. í tengslum við  Bridgestone Invitational 2012, sem þá fer fram.

Þegar útnefningin lá fyrir sagði Faldo m.a.:„Mér er heiður að hafa hlotið viðurkenningu á þennan hátt í íþrótt sem hefir verið mér allt, alla ævi,“ sagði Faldo. „Ég er sérstaklega stoltur af þeirri viðurkenningu sem Faldo Series hefir hlotið, en henni er ætlað að stuðla að vexti íþróttarinnar, með því að veita tækifæri inn í þessa frábæru íþrótt og þjálfa og þróa meistara morgundagsins. Þakkir til framkvæmdastjóra Finchem, Northern Ohio Golf Charities og the International Federation of PGA Tours.“

Nick Faldo verður er hann hlýtur Ambassador of Golf viðurkenninguna enn eitt nafnið á lista virðulegra fyrrum verðlaunahafa.  Þeir sem áður hafa hlotið viðurkenninguna eru: 1981 Chi Chi Rodriguez; 1982 Bing Crosby; 1983 Byron Nelson; 1984 Gene Sarazen; 1985 President Gerald Ford; 1986 Bob Hope; 1987 Dinah Shore; 1988 Joe Dey; 1989 Frank Chirkinian; 1990 Barbara Nicklaus; 1991 Arnold Palmer; 1992 Nancy Lopez; 1993 Robert DeVincenzo; 1994 President George H.W. Bush; 1995 Michael Bonnallack; 1995 Deane Beman; 1997 Peter Thomson; 1998 Ken Venturi; 1999 Gary Player; 2000 Ben Hogan and Sam Snead; 2001 Del de Windt; 2002 Joanne Carner; 2003 Robert Dedman, Sr. and Jack Vickers; 2004 Lee Trevino; 2005 Pete Dye; 2006 Ken Schofield; 2007 Tony Jacklin; 2008 Charlie Sifford; 2009 Hale Irwin; 2010 Tom Watson; og 2011 Nick Price.