Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2012 | 17:30

Neururer – þýsk fótboltaþjálfaragoðsögn á batavegi eftir að hafa hlotið hjartaáfall á golfvelli

Peter Neururer telst til þýskra þjálfaragoðsagna í Bundesligunni. Hinn 57 ára þjálfari, sem m.a. þjálfaði  Schalke 04, Hertha BSC Berlin og 1. FC Köln datt niður á Golfplatz Haus Leythe nálægt Gelsenkirchen í Þýskalandi, þar sem hann var við golfleik. Komast má á heimasíðu klúbbsins til þess að sjá Leythe golfvöllinn HÉR: 

Neururer hlaut hjartaáfall og varð neyðarlæknir að lífga hann við aftur.

Neururer var haldið sofandi á gjörgæsludeild  Mariensjúkrahússins í Gelsenkirchen-Buer fram til mánudagsins s.l., en nú er búið að vekja hann úr dáinu.

„Það er búið að stabílísera hjartað, og við getum víst sagt að það sé heppni í óheppninni,“ sagði  Dr. Karl-Heinz Bauer, náinn vinur Neururers.

Þeir sem lesa þýsku geta lesið fréttina HÉR: