Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2012 | 16:30

Kristján Þór komst ekki áfram í Skotlandi

Kristján Þór Einarsson, GK, komst ekki áfram á Amateur Championship, sem fram fer þessa dagana í Glasgow, í Skotlandi. Fyrstu tvo dagana var spilaður höggleikur og var Kristján Þór í 7. sæti eftir 2 fyrstu dagana.

Þeir sem voru í 64 efstu sætunum komust áfram í holukeppni, sem spiluð var í dag. Þar mætti Kristján Þór, á Ricardo Melo Gouveia frá Portúgal og tapaði fyrir honum 4&3.

Kristján Þór kemur til landsins á morgun og ætlar að taka þátt í Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 22.-24. júní n.k.

Til þess að sjá stöðuna á Amateur Championship  SMELLIÐ HÉR: