Kristín María Þorsteinsdóttir, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín María Þorsteinsdóttir – 21. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín María Þorsteinsdóttir. Kristín María er fædd 21. júní 1998 og því 14 ára í dag. Kristín María er í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hún spilar m.a. á Áskorendamótaröð Arion banka og hefir tekið þátt í opnum mótum með góðum árangri.

Kristín er dóttir Þorsteins Hallgrímssonar og Ingibjargar Valsdóttur og  á 1 bróður Val, sem líka spilar á Áskorendamótaröðinni.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan

Kristín María Þorsteinsdóttir

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Matt Kuchar 21. júní 1978 (34 ára); William McGirt 21. júní 1979 (33 ára);  Bae Sang-moon, 21. júní 1986 (26 ára);  Stephanie Sherlock, 21. júní 1987 (25 ára);  Carly Booth, 21. júní 1992 (20 ára stórafmæli!!!!)  ….. og …..