
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (19. grein af 21): Andy Sullivan varð í 3. sæti í Q-school
Nú er komið að lokum þessarar kynningar á „nýju“ strákunum á evrópsku mótaröðinni; aðeins eftir að kynna þá sem urðu í 3 efstu sætunum í Q-school í desember 2011.
Í 3. sæti varð Andy Sullivan. Andy fæddist 19. maí 1986 og er því nýorðinn 26 ára. Hann er sem stendur nr. 711 á heimslistanum og í 61. sæti á Race to Dubai (stigalista evrópsku mótaraðarinnar).
Draumur Andy rættist þegar hann fékk að vera í liði Breta & Íra í Walker Cup árið 2011 í Royal Aberdeen Golf Club þar sem hann vann báða fjórleiki sína. Hann hafði áður sigrað á mótum um heim allan þegar hann keppti víðsvegar meðan hann var enn áhugamaður, m.a. í Argentínu, Ástralíu og á meistaramóti skoskra áhugakylfinga (ens.: Scottish Amateur Championship).
Hann gerðist atvinnumaður stuttu eftir að hann tók þátt í Walker Cup og 3 mánuðum síðar fór hann í fyrsta sinn í Q-school evrópsku mótaraðarinnar. Hann byrjaði frábærlega með hringi upp á 65-66-67, en þeir eiga stærstan þátt í að hann hlaut 3. sætið.
Andy er mikill vinur Steve Webster en þeir ólust upp saman í sama bæ á Englandi, Nuneaton. Sullivan segir Lee Westwood hafa veitt sér mesta innblásturinn og hvatninguna í golfleik sínum, en hann, Webster og Westwood eru frá sama parti á Englandi þ.e. the Midlands.
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða