Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 11:15

Eimskipsmótaröðin (3): Hlynur Geir Hjartarson keppir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni

Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS, var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni.  Hann mætir annað hvort Haraldi Franklín Magnús, GR eða Rúnari Arnórssyni, GK, í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni! Hlynur vann alla leiki sína í 32 manna undankeppninni, þ.e. þá Arnar Snæ Hákonarson, GR;  Árna Pál Hansson, GR og Magnús Lárusson, GKJ. Í gær í 8 manna undanúrslitunum vann Hlynur Geir Hjartarson,  Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 3&2. Og svo í dag í 4 manna úrslitum vann Hlynur Geir, Birgi Leif Hafþórsson, GKG 1&0.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 11:00

GHR: Nökkvi og Magnús Arnar sigruðu á 60 ára afmælismóti Golfklúbbs Hellu

Í gær, laugardaginn 23. júní 2012 fór fram Afmælismót GHR, í tilefni af 60 ára afmæli klúbbsins.  Alls voru 65 manns skráðir í mótið og 62 luku keppni. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar forgjöf 0 – 5 1.sæti Nökkvi Gunnarsson NK á 71 höggi 2.sæti Sigurþór jónsson GOS á 73 höggum 3.sæti Jón Karlsson GHG á 73 höggum   Punktakeppni forgjöf 5.1 til 24 karlar og 28 konur 1.sæti Magnús Arnar Kjartansson GSE á 36 punktum 2.sæti Gísli Guðni Hall GR á 36 punktum 3.sæti Önundur Björnsson GHR á 34 punktum   Nándarverðlaun 2.braut Jóhannes Harðarson 1,76 mtr 4.braut Steinn Baugur Gunnarsson 2,10 mtr 8.braut Heimir Hafsteinsson 3,43 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 09:00

LPGA: Inbee Park enn í forystu fyrir lokahring Manulife Financial LPGA Classic

Í Waterloo, Ontario í Kanada fer fram annað af tveimur mótum LPGA sem haldið er í Kanada: Manulife Financial LPGA Classic.  Sú sem er í forystu eftir 3. dag á Grey Silo golfvellinum er Inbee Park frá Suður-Kóreu.  Hún er búin að spila á samtals 14 undir pari, á samtals 199 höggum (69 64 66). Í 2. sæti eru Brittany Lang og Hee Kyung Seo á samtals 12 undir pari, 2 höggum á eftir Park. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Manulife Financial LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 08:00

PGA: Brian Davis og Roland Thatcher í forystu fyrir lokadag Travelers – hápunktar og högg 3. dags

Það eru Englendingurinn Brian Davis og Bandaríkjamaðurinn Roland Thatcher sem leiða fyrir lokahring Travelers, sem spilaður verður í kvöld. Davis og Thatcher hafa báðir spilað á samtals 12 undir pari, samtals 198 höggum; Davis (67 67 64) og Thatcher (66 67 65). Í 3. sæti eru Ástralinn Stuart Appleby og Bandaríkjamennirnir John Rollins og James Driscoll, 2 höggum á eftir hver, á samtals 10 undi pari hver. Það er ekki fyrr en í 6. sæti sem þekktari nöfn láta sjá sig en því sæti á samtals 9 undir pari hver deila 6 kylfingar þ.á.m. Pádraig Harrington og Matt Kuchar. Bubba Watson er einn af 4 kylfingum sem er  T-12 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 07:00

Eimskipsmótaröðin (3): Andri Þór Björnsson fór holu í höggi í 3. umferð á Íslandsmótinu í holukeppni!

Andri Þór Björnsson, GR, fór holu í höggi á 9. braut Leirdalsvallar í 3. umferð Íslandsmótsins í holukeppni.  Í 3. umferð var Andri Þór að spila við klúbbfélaga sinn Ólaf Má Sigurðsson, GR. Níunda brautin er par-3 og 163 metra af hvítum teigum. Við höggið góða notaði Andri Þór 7-járn. Þetta er í 2. skipti sem Andri Þór fer holu í höggi s.s. sjá má í nýlegu viðtali Golf 1 við Andra Þór SMELLIÐ HÉR:  en fyrra skiptið fór Andri Þór holu í höggi á 11. braut Leirdalsvallar. Golf 1 óskar Andra Þór innilega til hamingju með draumahöggið!

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 21:50

LET: Melissa Reid í forystu fyrir lokahring Raiffeisenbank Prague Golf Masters

Það er enski kylfingurinn Melissa Reid sem leiðir fyrir lokahring Raiffeisenbank Prague Golf Masters, sem fram fer á Albatross Golf Resort rétt fyrir utan Prag. Melissa er búin að spila báða hringina á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 76). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er ítalska stúlkan Stefanie Croce á 8 undir pari, 136 höggum (70 66). Ein í 3. sæti er síðan forystukona gærdagsins, Elisabeth Esterl frá Þýskalandi á 7 undir pari, 137 höggum (66 71). Fjórða sætinu deila síðan 3 kylfingar þ.á.m. hin forystukona gærdagsins, Veronica Zorzi frá Ítalíu. Allar eru þær búnar að spila á 6 undir pari, samtals 138 höggum. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 21:43

Evróputúrinn: Danny Willett leiðir fyrir lokadaginn á BMW International Open í Köln

Það er Englendingurinn Danny Willett, sem hefir nauma forystu á BMW International Open í Köln. Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (65 70 69).  „Ég hafði góða stjórn á boltanum mestallan daginn,“ sagði þessi fyrrum Walker Cup stjarna (Willett), glaður í bragði, eftir góðan hring upp á 69 högg í dag. Öðru sætinu deila Joel Sjöholm og Chris Wood og eru þeir aðeins 1 höggi á eftir Willet. Í 4. sæti eru Ástralinn Marcus Frazer, Suður-Afríkumennirnir Keith Horne og Richard Sterne og Fabrizio Zanotti frá Paraguay. Til þess að sjá stöðuna á  BMW International Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 21:05

Eimskipsmótaröðin (3): Úrslit í 3. umferð í kvennaflokki – Anna Sólveig, Ingunn, Tinna og Signý í undanúrslit og úrslit í 8 manna undankeppni í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni – Birgir Leifur, Haraldur Franklín, Hlynur Geir og Rúnar í undanúrslit- myndasería

Eftir hádegið, í dag 23. júní 2012,  2. keppnisdag á Íslandsmótinu í holukeppni,i fór fram 3. umferð í kvennaflokki og 8 manna undankeppni í karlaflokki.  8 manna úrslitin í karlaflokki voru æsispennandi og eins hverjar kæmust í 4 kvenna úrslitin á morgun. Það eru Anna Sólveig Snorradóttir, GK, Ingunn Gunnarsdóttir, GKG Signý Arnórsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem eru komnar áfram.  Í karlaflokki keppa Hlynur Geir Hjartarson, GOS Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Haraldur Franklín Magnús, GR og Rúnar Arnórsson, GK, sem komnir eru áfram. Hér má sjá myndaseríu frá 2. keppnisdegi í Íslandsmótinu í holukeppni: EIMSKIPSMÓTARÖÐIN (3): ÍSLANDSMÓTIÐ Í HOLUKEPPNI HJÁ GKG – 23. JÚNÍ 2012 Úrslit í 8 manna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 17:00

Flory Van Donck hefði orðið 100 ára í dag

Man nokkur eftir Flory Van Donck í dag?  Hver er kylfingurinn kunna aðrir að spyrja? Flory fæddist í Tevuren í Belgíu 23. júní 1912 og hefði því orðið 100 ára í dag! Hann dó fyrir 20 árum 14. janúar 1992 þá hátt á áttræðu. Hann er talinn besti kylfingur Belgíu …. og í raun ekki fyrr en í dag að aftur er farið að kræla á Belgum sem eru að gera það gott, en hér er auðvitað átt við Nicholas Colsaerts. Van Donck, sem gerðist atvinnumaður í golfi 1931, sigraði á meira en 50 mótum víðsvegar um heim og flest af virtustu mótum Evrópu. Hann varð m.a. tvisvar í 2. Lesa meira